Sjanghæ Pudong-alþjóðaflugvöllurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af biðsal 1. farþegamiðstöðvar Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvallarins.
Biðsalur á 1. farþegamiðstöð Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvallarins.
Mynd af 2. farþegamiðstöð Sjanghæ Pudong flugvallarins.
2. farþegamiðstöð Sjanghæ Pudong flugvallarins.

Alþjóðaflugvöllur Sjanghæ Pudong (IATA: PVG, ICAO: ZSPD) (kínverska: 上海浦东国际机场; rómönskun: Shànghǎi Pǔdōng Guójì Jīchǎng) er önnur tveggja flughafna Sjanghæ borghéraðsins í Alþýðulýðveldinu Kína. Flugvöllurinn er meginflughöfn borgarinnar. Hann er umsvifamesta alþjóðamiðstöð Kína og um helmingur af heildarfarþegaflutningum hennar er alþjóðlegur.

Í meginatriðum þjónar Sjanghæ Pudong-flugvöllurinn aðallega millilandaflugi en hinn meginflugvöllur borgarinnar Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvöllurinn þjónar einkum innanlands- og svæðisflugi í Austur-Asíu.

Flugvöllurinn er staðsettur um 30 kílómetrum austur af miðborginni. Hann er með fimm flugbrautir og nær yfir 40 ferkílómetra svæði við strandlengjuna í austurhluta Pudong hverfis. Flugvöllurinn er rekinn af Shanghai Airport Authority.

Flugvöllurinn er afar umsvifamikill og með þeim stærri í heiminum. Árið 2019 afgreiddi flugvöllurinn um 76.2 milljónir farþega og um 3.6 milljónir tonna af farmi.

Flugvöllurinn hefur tvær farþegamiðstöðvar sem eru við hlið fjögurra samhliða flugbrauta. Þriðja farþegastöðin er í undirbúningi, auk tengistöðva og tveggja nýrra flugbrauta, sem mun auka árlega getu flugvallarins úr 60 milljónum farþega í 80 milljónir, auk þess að takast á við um sex milljónir tonna í farmflutningum.


Saga[breyta | breyta frumkóða]

Mynd af brottfararaðstöðu á 1. farþegamiðstöð Sjanghæ Pudong flugvallarins.
Brottfararaðstaða 1. farþegamiðstöðvar Sjanghæ Pudong flugvallarins.

Fyrir stofnun Sjanghæ Pudong-alþjóðaflugvallarins var Shanghai Hongqiao flugvöllur aðalflugvöllur Sjanghæ borgar. Á tíunda áratug síðustu aldar varð stækkun Hongqiao-flugvallar til að mæta gríðarlega vaxandi eftirspurn orðin takmörkuð vegna nærliggjandi þéttbýlis. Leita þurfti því annarra kosta til að mæta þörfum í millilandaflugi.

Ákveðið var að byggja nýjan flugvöll við suðurbakka ósa Jangtse fljóts, við strönd Pudong austur af Sjanghæ. Framkvæmdir við fyrsta áfanga hófust árið 1997 og var hann opnaður haustið 1999. Í upphafi var ein flugbraut byggð ásamt einni farþegamiðstöð. Önnur braut var síðan opnuð árið 2005 og smíði annarrar farþegamiðstöðvar ásamt þriðja flugbrautinni og farmstöð hófst í árslok 2005 . Tók hún til starfa árið 2008, í tæka tíð fyrir Sumarólympíuleikarnir í Beijing 2008.

Árið 2011 hófst ný stækkunarlota með byggingu tveggja nýrra flugbrauta og annars flugumferðarturns. Því lauk árið 2015 og tvöfaldað það getu flugvallarins. Árið 2010 fór árlegur fjöldi flugfarþega í fyrsta skipti yfir 40 milljónir og árið 2014 fór fjöldinn yfir 50 milljónir. Árið síðar var fjórða flugbrautin tekin í gagnið. Það ár fóru afköst flugvallarins yfir 60 milljónir farþega og árið 2017 yfir 70 milljónir farþega.

Árið 2019 var tekin í notkun ný tengibygging. það ár fór árlegur fjöldi farþega yfir 76 milljónir.

Samgöngur við flugvöllinn[breyta | breyta frumkóða]

Mynd af snarlest með segulsvifbúnaði, yfirgefa Sjanghæ Pudong flugvöllinn.
Snarlest með segulsvifbúnaði, yfirgefur Sjanghæ Pudong flugvöllinn.

Snarlestarkerfi borgarinnar meðal annars snarlestir með segulsvifbúnaði, tengja flughöfnina við miðborg Sjanghæ. Að auki tengja strætisvagnar og gott vegakerfi flughöfnina við borgina og nærliggjandi svæði.

Sjanghæ Pudong flugvöllurinn er tengdur Sjanghæ Hongqiao flugvellinum með Snarlest með segulsvifbúnaði.

Flugfélög[breyta | breyta frumkóða]

Mynd af 2. farþegamiðstöð Sjanghæ Pudong flugvallarins.
1. farþegamiðstöð Sjanghæ Pudong flugvallarins.

Flugvöllurinn er aðalmiðstöð og safnvöllur fyrir heimaflugfélögin China Eastern Airlinesog Shanghai Airlines. Hann er einnig umfangsmikil miðstöð og safnvöllur fyrir Air China og annar safnvöllur China Southern Airlines. Einkareknu flugfélögin Juneyao Airlines og Spring Airlines nýta völlinn sem safnvöll og eru umfangsmikil þar.

Flugvöllurinn er einnig safnvöllur og flutningamiðstöð fyrir Asíu- og Kyrrahafsstarfssemi FedEx, UPS og DHL. Alls starfa á flugvellinum 85 farþegaflugfélög og 41 farmflugfélög.

Flugleiðir[breyta | breyta frumkóða]

Mynd af 1. farþegamiðstöð Sjanghæ Pudong flugvallarins.
1. farþegamiðstöð Sjanghæ Pudong flugvallarins.

Árið 2016 náði flugvöllurinn til 210 áfangastaða víða um heim. Margir áfangastaðir flugvallarins eru innan Kína, en alþjóðaflug eru víða um heim, til Evrópu, Asíu, Eyjaálfu, Afríku, og Norður Ameríku.

Dæmi um borgir eru Kaupmannahöfn, Helsinki, London, París, Frankfurt am Main, Boston, New York, Los Angeles, Seúl, Taípei, Tókíó, Hong Kong, Makaó, og mun fleiri staða.

Tölfræði[breyta | breyta frumkóða]


Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Mynd af tengingu farþegamiðstöðva Sjanghæ Pudong flugvallarins.
tengingu farþegamiðstöðva Sjanghæ Pudong flugvallarins.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]