Silfurflétta
Útlit
Silfurflétta | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
karlblóm af var. polygama
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Actinidia polygama (Siebold & Zuccarini) Maximowicz, 1859 | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
var. lecomtei (Nakai) H.L.Li
var. polygama
|
Silfurflétta (fræðiheiti: Actinidia polygama) er tegund af Aktinidia[1] sem er upprunnin í norðaustur Asíu, til mið Kína og Japan. Hún er stundum ræktuð í görðum á norðurlöndum.
Hún er klifurrunni sem getur verið með 5 til 6 m langar renglur. Blöðin eru gjarnan með hvítum eða silfruðum flekkjum við blaðoddana. Hvít blómin eru vanalega stök, ilmandi. Gul berin eru kringlótt, slétt og kirtlalaus, um 2,5 sm í þvermál, og með bitru bragði.
Tvö afbrigði eru viðurkennd:
- var. polygama - gishærð á blaðjöðrunum. Renglurnar eru gular.
- var. lecomtei - hárlaus. Renglurnar eru brúnar.
Tegundin líkist kattafléttu (A. kolomikta).
Silfurflétta (í Japan kölluð matatabi) hefur lengi verið þekkt fyrir vímuáhrif á ketti.[2] Virknin er svipuð og hjá kattamyntu, en virðist vera kröftugri.[3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Actinidia polygama - (Siebold.&Zucc.)Maxim“. Plants For A Future. Sótt 11. febrúar 2019.
- ↑ (Siebold.&Zucc.)Maxim. (2012). „Actinidia polygama - (Siebold.&Zucc.)Maxim“. PFAF Database. PFAF. Sótt 9. janúar 2015.
- ↑ Bol, Sebastiaan (16. mars 2017). „Responsiveness of cats (Felidae) to silver vine (Actinidia polygama), Tatarian honeysuckle (Lonicera tatarica), valerian (Valeriana officinalis) and catnip (Nepeta cataria)“. BMC Veterinary Research. 13: 70. doi:10.1186/s12917-017-0987-6. PMC 5356310. PMID 28302120.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Silfurflétta.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Actinidia polygama.