Sigurður Helgason (körfuknattleiksmaður)
Persónulegar upplýsingar | |
---|---|
Fæðingardagur | 29. apríl 1940 Reykjavík, Ísland |
Hæð | 208 cm (6 ft 10 in) |
Körfuboltaferill | |
Landslið | Ísland (1969) |
Leikstaða | Miðherji |
Liðsferill | |
195?–1970 | KFR |
1970–1971 | Valur |
Sigurður Már Helgason (fæddur 29. apríl 1940) er íslenskur hönnuður og fyrrum körfuknattleiksmaður. Hann lék til fjölda ára í efstu deild í körfuknattleik ásamt því að leika með Íslenska landsliðinu.
Félagsliðaferill
[breyta | breyta frumkóða]Sigurður var lykilmaður hjá Körfuknattleiksfélagi Reykjavíkur (KFR) í meira en áratug. Þann 17. mars 1962, skoraði hann 30 points í sigri KFR á KR.[1] Haustið 1965 hjálpaði hann KFR að vinna Reykjavíkurmótið, sem á þeim tíma var næst stærsta körfuboltakeppni landsins á eftir Íslandsmótinu.[2] Árið 1970 gekk KFR inn í Knattspyrnufélagið Valur og varð að körfuknattleiksdeild þess.[3] Sigurður hélt áfram að leika með liðinu en lagði skóna á hilluna árið 1971.[4]
Landsliðsferill
[breyta | breyta frumkóða]Sigurður lék sinn fyrsta leik með landsliðinu árið 1969.[5] Samtals lék hann fimm leiki fyrir Íslands hönd.[6]
Personal life
[breyta | breyta frumkóða]Sigurður útskrifaðist sem bólstrari árið 1966. Fjórum árum seinna hannaði hann Fuzzy kollinn sem naut mikilla vinsælda.[7][8][9]
Sonur Sigurðar, Flosi Sigurðsson,[2] lék í bandaríska háskólaboltanum með University of Washington frá 1981 til 1985[10] auk þess að leika 15 leiki með Íslenska landsliðinu á árunum 1983 til 1984.[6]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „KFR vann KR í jöfnum leik“. Alþýðublaðið. 21. mars 1962. bls. 10. Sótt 7. nóvember 2024 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ 2,0 2,1 Skapti Hallgrímsson (2001). Leikni framar líkamsburðum (1st. útgáfa). bls. 100, 181. ISBN 9979-60-630-4.
- ↑ „KFR lagt niður og gert að körfuknattleiksdeild Vals“. Þjóðviljinn. 26. september 1970. bls. 26. Sótt 7. nóvember 2024 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ „„Risinn" hættir aö leika!“. Tíminn. 12. janúar 1971. bls. 12. Sótt 7. nóvember 2024 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ „Landsliðið með 2,09 metra risa í Evrópukeppnina“. Vísir.is. 16. apríl 1969. bls. 2. Sótt 7. nóvember 2024 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ 6,0 6,1 „A landslið“. kki.is. Icelandic Basketball Association. Sótt 7. nóvember 2024.
- ↑ „Fuzzy kollarnir sýndir og seldir í Magasin du Nord“. Vísir.is. 22. október 2009. Sótt 7. nóvember 2024.
- ↑ „Fékk bestu jólagjöfina árið 1960“. Morgunblaðið. 25. desember 2016. Sótt 7. nóvember 2024.
- ↑ „Eftirlíking af Fuzzy skýtur upp kollinum í Danmörku“. Fréttablaðið. 18. ágúst 2012. bls. 74. Sótt 7. nóvember 2024 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ „Flosi Sigurdsson College Stats“. sports-reference.com. Sótt 7. nóvember 2024.