Beitiskipið Pótemkín
Útlit
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/8/85/Vintage_Potemkin.jpg/220px-Vintage_Potemkin.jpg)
Beitiskipið Pótemkín er kvikmynd frá 1925 eftir rússneska leikstjórann Sergej Eisenstein, framleidd af rússneska kvikmyndaverinu Mosfilm. Myndin, sem er þögul mynd, segir frá sögulegum atburðum: uppreisn sem varð árið 1905 um borð í rússneska beitiskipinu Pótemkín.
Beitiskipið Pótemkín hefur verið kölluð áhrifamesta áróðurskvikmynd allra tíma og fékk titilinn besta kvikmynd allra tíma á heimssýningunni í Brussel 1958.
Myndin var fyrst sýnd á Íslandi árið 1927 í Nýja bíói.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/4a/Commons-logo.svg/30px-Commons-logo.svg.png)
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Beitiskipinu Pótemkín.