Alexander Schallenberg
Alexander Schallenberg | |
---|---|
Kanslari Austurríkis | |
Í embætti 11. október 2021 – 6. desember 2021 | |
Forseti | Alexander Van der Bellen |
Forveri | Sebastian Kurz |
Eftirmaður | Karl Nehammer |
Utanríkisráðherra Austurríkis | |
Núverandi | |
Tók við embætti 6. desember 2021 | |
Kanslari | Karl Nehammer |
Forveri | Michael Linhart |
Í embætti 3. júní 2019 – 11. október 2021 | |
Kanslari | Brigitte Bierlein Sebastian Kurz |
Forveri | Karin Kneissl |
Eftirmaður | Michael Linhart |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 20. júní 1969 Bern, Sviss |
Stjórnmálaflokkur | Austurríski þjóðarflokkurinn (2021–) |
Börn | 4 |
Háskóli | Vínarháskóli Panthéon-Assas-háskóli Evrópuháskólinn |
Alexander Georg Nicolas Christoph Wolfgang Tassilo Schallenberg (f. 20. júní 1969) er austurrískur erindreki, lögfræðingur og stjórnmálamaður úr Austurríska þjóðarflokknum (ÖVP). Hann er fyrrverandi kanslari Austurríkis og núverandi utanríkisráðherra í stjórn Karls Nehammer. Schallenberg gegndi embætti kanslara Austurríkis í um tvo mánuði eftir að kanslarinn Sebastian Kurz sagði af sér þann 9. október 2021 og stakk upp á að Schallenberg tæki við af sér.[1]
Uppvöxtur og menntun
[breyta | breyta frumkóða]Schallenberg fæddist árið 1969 í Bern í Sviss, þar sem faðir hans vann sem sendiherra Austurríkis.[2] Sem sendiherrasonur ólst Schallenberg upp á Indlandi, Spáni og í Frakklandi.[2] Hann nam lögfræði við Vínarháskóla og við Panthéon-Assas-háskóla frá 1989 til 1994. Eftir útskrift nam hann við Evrópuháskólann í Brugge til ársins 1995.[3]
Starfsferill
[breyta | breyta frumkóða]Schallenberg hóf störf við utanríkisráðuneyti Austurríkis árið 1997. Hann tók við af Karin Kneissl sem utanríkisráðherra þann 3. júní 2019.[4] Hann hélt þeirri stöðu í annarri ríkisstjórn Sebastians Kurz, sem tók við völdum þann 7. janúar 2020.
Eftir að Schallenberg sótti fund Evrópusambandsins í Lúxemborg dagana 12. október[5] og 13. október 2020[6] ásamt belgíska utanríkisráðherranum Sophie Wilmès greindist hann með COVID-19.[7] Wilmès staðfesti síðar á Twitter-síðu sinni að hún hefði greinst með kórónuveiruna.
Schallenberg tók við embætti kanslara Austurríkis eftir að Sebastian Kurz sagði af sér vegna spillingarrannsóknar í október 2021. Stjórnarandstæðingar héldu því þó fram að Kurz myndi áfram í reynd vera áhrifamesti maður ríkisstjórnarinnar sem leiðtogi Þjóðarflokksins og hygðist stýra Austurríki sem „skuggakanslari“ með Schallenberg sem staðgengil sinn.[8]
Í desember tilkynnti Kurz hins vegar að hann hygðist hætta alfarið í stjórnmálum.[9] Í kjölfarið lýsti Schallenberg því yfir að hann hygðist hætta sem kanslari þegar nýr formaður Þjóðarflokksins hefði verið kjörinn þar sem kanslari og flokksforingi ættu að vera sami maðurinn.[10] Innanríkisráðherrann Karl Nehammer var valinn sem nýr formaður Þjóðarflokksins og nýr kanslari í ríkisstjórninni.[11]
Önnur störf
[breyta | breyta frumkóða]Schallenberg hefur frá árinu 2020 setið í trúnaðarráði Þjóðarsjóðs Austurríkis fyrir fórnarlömb þjóðernissósíalisma.[12]
Schallenberg er skilinn og á fjögur börn.[13]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Sebastian Kurz "macht Platz" und zieht sich als Kanzler zurück“. DER STANDARD (austurrísk þýska). Sótt 9. október 2021.
- ↑ 2,0 2,1 „Das Spielfeld der Diplomatie ist die zweite Reihe“ (þýska). Oberösterreichische Nachrichten. 26. júní 2017. Sótt 3. júní 2019.
- ↑ „Kneissl-Nachfolger – Karrierediplomat und Kurz-Vertrauter Schallenberg wird Außenminister“. Kleine Zeitung (þýska). 30. maí 2019. Sótt 3. júní 2019.
- ↑ „The Federal Minister for Europe, Integration and Foreign Affairs“. Utanríkisráðuneyti Austurríkis. Sótt 3. júní 2019.
- ↑ „FOREIGN AFFAIRS COUNCIL Luxembourg, 12 October 2020“ (PDF). Evrópska ráðið. 12. október 2020.
- ↑ „GENERAL AFFAIRS COUNCIL Luxembourg, 13 Octobre 2020“ (PDF). Evrópska ráðið. 13. október 2020.
- ↑ „Belgian Foreign Minister Sophie Wilmes in intensive care with COVID-19“. Deutsche Welle. 22. október 2020.
- ↑ Skúli Halldórsson (11. október 2021). „Schallenberg verður kanslari í dag“. mbl.is. Sótt 11. október 2021.
- ↑ Ásgeir Tómasson (2. desember 2021). „Sebastian Kurz er hættur í pólitík“. RÚV. Sótt 3. desember 2021.
- ↑ Þórdís B. Sigurþórsdóttir (3. desember 2021). „Kanslari Austurríkis segir af sér eftir aðeins tvo mánuði í starfi“. Fréttin.is. Sótt 3. desember 2021.
- ↑ Atli Ísleifsson (3. desember 2021). „Fyrrverandi hermaður næsti kanslari Austurríkis“. Vísir. Sótt 6. desember 2021.
- ↑ Board of Trustees Þjóðarsjóður Austurríkis fyrir fórnarlömb þjóðernissósíalisma.
- ↑ Wer ist Alexander Schallenberg? News.at, 6. júní 2019. Skoðað 10. október 2021.
Fyrirrennari: Sebastian Kurz |
|
Eftirmaður: Karl Nehammer |