Fara í innihald

Alexander Schallenberg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alexander Schallen­berg
Kanslari Austurríkis
Í embætti
11. október 2021 – 6. desember 2021
ForsetiAlexander Van der Bellen
ForveriSebastian Kurz
EftirmaðurKarl Nehammer
Utanríkisráðherra Austurríkis
Núverandi
Tók við embætti
6. desember 2021
KanslariKarl Nehammer
ForveriMichael Linhart
Í embætti
3. júní 2019 – 11. október 2021
KanslariBrigitte Bierlein
Sebastian Kurz
ForveriKarin Kneissl
EftirmaðurMichael Linhart
Persónulegar upplýsingar
Fæddur20. júní 1969 (1969-06-20) (55 ára)
Bern, Sviss
StjórnmálaflokkurAusturríski þjóðarflokkurinn (2021–)
Börn4
HáskóliVínarháskóli
Panthéon-Assas-háskóli
Evrópuháskólinn

Alexander Georg Nicolas Christoph Wolfgang Tassilo Schallenberg (f. 20. júní 1969) er austurrískur erindreki, lögfræðingur og stjórnmálamaður úr Austurríska þjóðarflokknum (ÖVP). Hann er fyrrverandi kanslari Austurríkis og núverandi utanríkisráðherra í stjórn Karls Nehammer. Schallenberg gegndi embætti kanslara Austurríkis í um tvo mánuði eftir að kanslarinn Sebastian Kurz sagði af sér þann 9. október 2021 og stakk upp á að Schallenberg tæki við af sér.[1]

Uppvöxtur og menntun

[breyta | breyta frumkóða]

Schallenberg fæddist árið 1969 í Bern í Sviss, þar sem faðir hans vann sem sendiherra Austurríkis.[2] Sem sendiherrasonur ólst Schallenberg upp á Indlandi, Spáni og í Frakklandi.[2] Hann nam lögfræði við Vínarháskóla og við Panthéon-Assas-háskóla frá 1989 til 1994. Eftir útskrift nam hann við Evrópuháskólann í Brugge til ársins 1995.[3]

Starfsferill

[breyta | breyta frumkóða]
Schallenberg hittir Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Vínarborg þann 14. ágúst 2020.

Schallenberg hóf störf við utanríkisráðuneyti Austurríkis árið 1997. Hann tók við af Karin Kneissl sem utanríkisráðherra þann 3. júní 2019.[4] Hann hélt þeirri stöðu í annarri ríkisstjórn Sebastians Kurz, sem tók við völdum þann 7. janúar 2020.

Eftir að Schallenberg sótti fund Evrópusambandsins í Lúxemborg dagana 12. október[5] og 13. október 2020[6] ásamt belgíska utanríkisráðherranum Sophie Wilmès greindist hann með COVID-19.[7] Wilmès staðfesti síðar á Twitter-síðu sinni að hún hefði greinst með kórónuveiruna.

Schallenberg tók við embætti kanslara Austurríkis eftir að Sebastian Kurz sagði af sér vegna spillingarrannsóknar í október 2021. Stjórnarandstæðingar héldu því þó fram að Kurz myndi áfram í reynd vera áhrifamesti maður ríkisstjórnarinnar sem leiðtogi Þjóðarflokksins og hygðist stýra Austurríki sem „skuggakanslari“ með Schallenberg sem staðgengil sinn.[8]

Í desember tilkynnti Kurz hins vegar að hann hygðist hætta alfarið í stjórnmálum.[9] Í kjölfarið lýsti Schallenberg því yfir að hann hygðist hætta sem kanslari þegar nýr formaður Þjóðarflokksins hefði verið kjörinn þar sem kanslari og flokksforingi ættu að vera sami maðurinn.[10] Innanríkisráðherrann Karl Nehammer var valinn sem nýr formaður Þjóðarflokksins og nýr kanslari í ríkisstjórninni.[11]

Önnur störf

[breyta | breyta frumkóða]

Schallenberg hefur frá árinu 2020 setið í trúnaðarráði Þjóðarsjóðs Austurríkis fyrir fórnarlömb þjóðernissósíalisma.[12]

Schallenberg er skilinn og á fjögur börn.[13]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Sebastian Kurz "macht Platz" und zieht sich als Kanzler zurück“. DER STANDARD (austurrísk þýska). Sótt 9. október 2021.
  2. 2,0 2,1 „Das Spielfeld der Diplomatie ist die zweite Reihe“ (þýska). Oberösterreichische Nachrichten. 26. júní 2017. Sótt 3. júní 2019.
  3. „Kneissl-Nachfolger – Karrierediplomat und Kurz-Vertrauter Schallenberg wird Außenminister“. Kleine Zeitung (þýska). 30. maí 2019. Sótt 3. júní 2019.
  4. „The Federal Minister for Europe, Integration and Foreign Affairs“. Utanríkisráðuneyti Austurríkis. Sótt 3. júní 2019.
  5. „FOREIGN AFFAIRS COUNCIL Luxembourg, 12 October 2020“ (PDF). Evrópska ráðið. 12. október 2020.
  6. „GENERAL AFFAIRS COUNCIL Luxembourg, 13 Octobre 2020“ (PDF). Evrópska ráðið. 13. október 2020.
  7. „Belgian Foreign Minister Sophie Wilmes in intensive care with COVID-19“. Deutsche Welle. 22. október 2020.
  8. Skúli Halldórsson (11. október 2021). „Schallenberg verður kanslari í dag“. mbl.is. Sótt 11. október 2021.
  9. Ásgeir Tómasson (2. desember 2021). „Sebastian Kurz er hættur í pólitík“. RÚV. Sótt 3. desember 2021.
  10. Þórdís B. Sigurþórsdóttir (3. desember 2021). „Kanslari Austurríkis segir af sér eftir aðeins tvo mánuði í starfi“. Fréttin.is. Sótt 3. desember 2021.
  11. Atli Ísleifsson (3. desember 2021). „Fyrr­verandi her­maður næsti kanslari Austur­ríkis“. Vísir. Sótt 6. desember 2021.
  12. Board of Trustees Þjóðarsjóður Austurríkis fyrir fórnarlömb þjóðernissósíalisma.
  13. Wer ist Alexander Schallenberg? News.at, 6. júní 2019. Skoðað 10. október 2021.


Fyrirrennari:
Sebastian Kurz
Kanslari Austurríkis
(11. október 20216. desember 2021)
Eftirmaður:
Karl Nehammer