Fara í innihald

Samsæri Watsons

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samsæri Watsons eða Prestasvikin var samsæri kaþólskra Englendinga sem snerist um að ræna Jakobi konungi og neyða hann til að afnema andkaþólska löggjöf í landinu. Það voru enskir Jesúítar, eins og Henry Garnet, sem komu upp um samsærismennina árið 1603 þar sem þeir óttuðust hefndaraðgerðir gegn kaþólikkum ef áætlunin mistækist.

Kaþólsku prestarnir William Watson (sem var höfuðpaurinn) og William Clark ásamt George Brooke, voru hengdir og Jakob skipaði í kjölfarið öllum kaþólskum prestum að hafa sig á brott úr landinu snemma árið 1604. Uppgötvun samsærisins leiddi til þess að Maine-samsærið uppgötvaðist þar sem grunsemdir féllu á bróður George Brooke, Henry Brooke, í kjölfarið.