Fara í innihald

Maine-samsærið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Maine-samsærið eða svikin í Maine (eftir franska héraðinu Maine) var samsæri enskra kaþólikka til að steypa Jakobi konungi af stóli og setja frænku hans Arbellu Stúart á hásætið í hans stað með aðstoð Spánverja. Meintur höfuðpaur samsærisins var Henry Brooke, barón af Cobham.

Samsærið gekk út á það að bróðir Henrys, George Brooke átti að koma sér upp hersveit og ganga til London til að taka þar við stjórnartaumunum. Henry átti að sjá um samninga. Í ákærunni var því lýst yfir að Henry hefði átt í samskiptum við hirðina í Aremberg um að semja um stórar fjárupphæðir frá spænsku hirðinni. Hann átti að fara til Brussel og þaðan til Spánar, sækja féð og snúa aftur til Englands um Jersey þar sem Walter Raleigh var landstjóri. Raleigh og Cobham hygðust síðan skipta með sér fénu.

Samsærið komst upp við yfirheyrslur fanga sem handteknir voru í tengslum við Samsæri Watsons 1603 og réttarhöldin yfir Raleigh fóru fram 17. nóvember það sama ár. Talið er að George hafi reynt að bæta stöðu sína með því að ákæra bróður sinn. Hann var þó tekinn af lífi ásamt öðrum samsærismönnum í Samsæri Watsons þegar árið 1603. Raleigh og Cobham voru báðir teknir af lífi fyrir þátt sinn í samsærinu mörgum árum síðar, eða 1618.