Sameinað Rússland
Sameinað Rússland Единая Россия | |
---|---|
Leiðtogi | Vladímír Pútín (óformlega) |
Formaður | Dmítríj Medvedev |
Aðalritari | Andrej Túrtsjak |
Þingflokksformaður | Sergej Neverov |
Stofnár | 1. desember 2001 |
Stofnendur | Sergej Shojgú, Júríj Lúzhkov, Míntímer Shajmíjev |
Höfuðstöðvar | 39. byggingin, Kútúsovskíj-götu, Moskvu, Rússlandi, 121170[1] |
Félagatal | 2.073.772 (2013)[2] |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
Ríkishyggja, íhaldsstefna, rússnesk þjóðernishyggja |
Einkennislitur | Hvítur, blár og rauður |
Sæti á sambandsráðinu | |
Sæti á ríkisdúmunni | |
Vefsíða | er.ru/ |
Sameinað Rússland (kyrillískt letur: Единая Россия; Jedínaja Rossíja) er rússneskur stjórnmálaflokkur. Flokkurinn er sá stærsti í Rússlandi og telur til sín um þrjá fjórðu þingsætanna á rússnesku ríkisdúmunni. Sameinað Rússland hefur haft þingmeirihluta frá árinu 2007.
Sameinað Rússland var stofnað í desember 2001 með samruna flokkanna Einingar og Föðurlandsins/Alls Rússlands.[3] Flokkurinn styður stefnumál Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, sem er eiginlegur en óformlegur leiðtogi flokksins.[4]
Bestu kosningaúrslit Sameinaðs Rússlands voru í þingkosningum árið 2007, en þá fékk flokkurinn 64,4% atkvæðanna. Fylgi flokkurins dalaði niður í 49,32% árið 2011 en hann var áfram stærsti þingflokkurinn, á undan Kommúnistaflokki Rússlands, sem hlaut 19,19% atkvæða. Í kosningunum 2016 hlaut flokkurinn 54,2% atkvæða en Kommúnistaflokkurinn 13,3%.
Sameinað Rússland fylgir engri einsleitri hugmyndafræði en flokkurinn styður fjölbreyttan hóp stjórnmálamanna og embættismanna[5] sem styðja ríkisstjórn Pútíns.[6] Flokkurinn höfðar síður til hugmyndafræðilegra kjósenda[7] og því er gjarnan litið á Sameinað Rússland sem „breiðfylkingu“[8][9][10] eða „valdaflokk“.[11][12] Árið 2009 lýsti flokkurinn yfir að hugmyndafræði sín væri „rússnesk íhaldsstefna“.[13][14]
Sameinað Rússland hlaut um helming atkvæða í þingkosningum ársins 2021 samkvæmt opinberum talningum en talið er að kosningasvindl hafi verið útbreitt og hart var sótt að fjölmiðlum og stjórnarandstæðingum í aðdraganda þeirra.[15]
Ásakanir um spillingu
[breyta | breyta frumkóða]Stjórnarandstaðan hefur ítrekað sakað Sameinað Rússland um að standa fyrir kerfislægri spillingu og hefur gjarnan kallað það „flokk bófa og ræningja“ (rússneska: партия жуликов и воров; uppnefnið er upprunnið hjá aðgerðasinnanum Aleksej Navalnyj).[16] Í október 2011 birti Novaja Gazeta grein sem fjallaði um fólk sem hafði skrifað slagorðið „flokkur bófa og ræningja“ á peningaseðla í mótmælaskyni.[17]
Þann 24. nóvember 2011 sagði ríkisþingmaðurinn Aleksandr Khínshtejn, sem er meðlimur í Sameinuðu Rússlandi, í sjónvarpsumræðum á stöðinni Russia-1:
Sameinað Rússland virkar. Það gerir allt til að bæta lífsskilyrði í landinu okkar. Þeir tala við okkur um „flokk bófa og ræninga.“ Ég skal svara þeim. Það er betra að vera í „flokki bófa og ræningja“ en í „flokki morðingja, nauðgara og ruplara.“[18] |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Единая Россия официальный сайт Партии / Пресс-служба / Контакты“. er.ru. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. september 2020. Sótt 20. maí 2021.
- ↑ ИНФОРМАЦИЯ о численности членов Всероссийской политической партии "ЕДИНАЯ РОССИЯ" в каждом из ее региональных отделений (по состоянию на 1 января 2011 года) (rússneska). minjust.ru. 1. febrúar 2011. Afrit af upprunalegu (DOC) geymt þann 25. október 2012. Sótt 20. maí 2021.
- ↑ Vjatsjeslav Níkonov (13. desember 2003). „Kremlverjar hafa bæði tögl og hagldir“. Morgunblaðið. bls. 50-51.
- ↑ „Песков: Путин – лидер "Единой России"“. Телеканал «Красная Линия».
- ↑ Roberts, S. P. (2012). Putin's United Russia Party. Routledge Series on Russian and East European Studies. Routledge. bls. 189. ISBN 9781136588334.
- ↑ Way, Lucan (2010), „Resistance to Contagion: Sources of Authoritarian Stability in the Former Soviet Union“, Democracy and Authoritarianism in the Postcommunist World, Cambridge University Press, bls. 246–247
- ↑ Hutcheson, Derek S. (2010). Political marketing techniques in Russia. bls. 225.
- ↑ Sakwa, Richard (2011). The Crisis of Russian Democracy: The Dual State, Factionalism and the Medvedev Succession. Cambridge University Press. bls. 217–218.
- ↑ Bodrunova, Svetlana S.; Litvinenko, Anna A. (2013). New media and political protest: The formation of a public counter-sphere in Russia, 2008–12. bls. 29–65, at p. 35.
- ↑ Rose, Richard (2009). Understanding Post-Communist Transformation: A bottom up approach. Routledge. bls. 131.
- ↑ Remington, Thomas (2013). Patronage and the Party of Power: President—Parliament Relations under Vladimir Putin. bls. 106. ISBN 9781317989943. Sótt 22. ágúst 2016.
- ↑ Moraski, Bryon J. (2013). The Duma's electoral system: Lessons in endogeneity. bls. 109. ISBN 9781136641022. Sótt 22. ágúst 2016.
- ↑ Mezhuev, Boris V. (2013). Democracy in Russia: Problems of Legitimacy. bls. 115.
- ↑ White, Stephen (2011). Understanding Russian Politics. Cambridge University Press. bls. 362.
- ↑ Dagný Hulda Erlendsdóttir (21. september 2021). „Ásakanir um eitt mesta kosningasvindl síðari tíma“. RÚV. Sótt 21. september 2021.
- ↑ „Большинство тех, кто голосовал против ПЖиВ, не читали Навального, не ужасались происшествию на Ленинском проспекте. У каждого из них случился какой-то свой персональный Ленинский проспект“ (rússneska). Novaja Gazeta. 7. desember 2011. Sótt 3. apríl 2022.
- ↑ „«Жулики и воры» пошли по рукам“ (rússneska). Novaja Gazeta. 12. október 2011. Sótt 3. apríl 2022.
- ↑ «Партия жуликов и воров» схлестнулась в прямом эфире с «Партией убийц и насильников». Жириновский двум уральским единороссам из ФСБ: «Нам с вами срать на одном поле противно» // УРА.ru: 25.11.2011