Salman bin Abdul Aziz al-Saud

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Skjaldarmerki Saud-ætt Konungur Sádí-Arabíu
Saud-ætt
Salman bin Abdul Aziz al-Saud
Salman bin Abdul Aziz al-Saud
سلمان بن عبد العزیز آل سعود
Ríkisár 23. janúar 2015–
SkírnarnafnSalman bin Abdulaziz bin Abdul Rahman bin Faisal bin Turki bin Abdullah bin Mohammed bin Saud
Fæddur31. desember 1935 (1935-12-31) (83 ára)
 Ríad, Sádí-Arabíu
Konungsfjölskyldan
Faðir Ibn Saud
Móðir Hassa bint Ahmad Al Sudairi
BörnFahd, Sultan, Ahmed, Abdulaziz, Faisal, Múhameð, Saud, Turki, Khalid

Salman bin Abdulaziz Al Saud (سلمان بن عبد العزیز آل سعود á arabísku letri) (f. 31. desember 1935) er konungur Sádi-Arabíu, forsætisráðherra Sádi-Arabíu og verndari hinna tveggja heilögu moska frá byrjun ársins 2015.

Salman var aðstoðarríkisstjóri og síðar ríkisstjóri Ríad-fylkis í 48 ár, frá 1963 til 2011. Hann var þá útnefndur varnarmálaráðherra ríkisins. Árið 2012 var hann útnefndur ríkisarfi að krúnu Sádi-Arabíu eftir dauða bróður síns, Nayef bin Abdulaziz. Salman var krýndur konungur Sádi-Arabíu þann 23. janúar árið 2015 eftir að hálfbróðir hans, Abdullah konungur, lést.

Meðal þess sem Sádar hafa gert á konungstíð Salmans er hernaðarinngrip í borgastyrjöldina í Jemen. Sádar hafa einnig kynnt áætlun (Saudi Vision 2030) um að draga úr mikilvægi olíuframleiðslu í sádi-arabíska efnahagnum. Árið 2018 gaf Salman einnig út konunglega tilskipum sem gáfu konum í Sádi-Arabíu ökuréttindi. Sonur Salmans, krónprinsinn Múhameð bin Salman, stóð að baki margra þessara ákvarðana og er af mörgum talinn hinn eiginlegi valdsmaður á bak við krúnuna.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Abdullah bin Abdul Aziz al-Saud
Konungur Sádí-Arabíu
(23. janúar 2015 – )
Eftirmaður:
Enn í embætti