Þingvíðir
Útlit
Þingvíðir er afbrigði af körfuvíði sem kenndur er við Alþingishúsgarðinn en Tryggvi Gunnarsson gróðursetti hann þar í lok 19. aldar. Það tré er horfið en þingvíði var fjölgað með teiningum af því tré. Ræktun hans lauk við mikið vorhret árið 1963. Einstaka tré sem stóðu á svæðum þar sem voraði seinna lifðu af hretið. Þingvíðirinn er talinn af norrænum uppruna þar sem hann vetrarbýr sig eðlilega á haustin. Hann er hraðvaxta og fyrirferðamikill, laufblöðin löng og mjó og fá gula haustliti.