Fara í innihald

Ýmsir - Lög Jóns Múla Árnasonar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá SG 144)
Ýmsir - Lög Jóns Múla Árnasonar
Bakhlið
SG - 144
FlytjandiÝmsir
Gefin út1981
StefnaSöngleikir
ÚtgefandiSG - hljómplötur

Ýmsir - Lög Jóns Múla Árnasonar er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1981. Á henni flytja ýmsir lög eftir Jón Múla Árnason. Lögin eru flest úr söngleikjum eftir þá bræður Jón Múla og Jónas Árnasyni.

  1. Ágústkvöld - Lag - texti: Jón Múli Árnason - Jónas Árnason - Steindór Hjörleifsson ásamt Hljómsveit Carls Billich - Útsetning: Carl Billich
  2. Það sem ekki má - Lag - texti: Jón Múli Árnason - Helena Eyjólfsdóttir og Hljómsveit Finns Eydal - Útsetning: Jón Sigurðsson
  3. Stúlkan mín - Lag - texti: Jón Múli Árnason - Jónas Árnason - Ragnar Bjarnason og Hljómsveit Svavars Gests - Útsetning: Magnús Ingimarsson
  4. Brestir og brak - Lag - texti: Jón Múli Árnason - Jónas Árnason - Brynjólfur Jóhannesson og Karl Sigurðsson - Hljómsveit Carls Billich Útsetning: Carl Billich
  5. Hvað er að? - Lag - texti: Jón Múli Árnason - Jónas Árnason - Elly Vilhjálms og Hljómsveit Svavars Gests - Útsetning: Magnús Ingimarsson
  6. Augun þín blá - Lag - texti: Jón Múli Árnason - Óðinn Valdimarsson og Hljómsveit Finns Eydal - Útsetning: Jón Sigurösson
  7. Sérlegur sendiherra - Lag - texti: Jón Múli Árnason - Jónas Árnason - Kristín Anna Þórarinsdóttir og Hljómsveit Carls Billich - Útsetning: Carl Billich
  8. Sjómenn íslenskir erum við - Lag - texti: Jón Múli Árnason - Jónas Árnason - Ómar Ragnarsson og Ragnar Bjarnason ásamt Hljómsveit Svavars Gests - Útsetning: Magnús Ingimarsson
  9. Gettu hver hún er? - Lag - texti: Jón Múli Árnason - Helena Eyjólfsdóttir og Hljómsveit Finns Eydal - Útsetning: Jón Sigurðsson
  10. Án þín - Lag - texti: Jún Múli Árnason - Jónas Árnason - Elly Vilhjálms og Ragnar Bjarnason ásamt Hljómsveit Svavars Gests - Útsetning: Magnús Ingimarsson
  11. Ljúflingshóll - Lag - texti: Jún Múli Árnason - Jónas Árnason - Sigríður Hagalín ásamt Hljómsveit Carls Billich - Útsetning: Carl Billich
  12. Við heimtum aukavinnu - Lag - texti: Jón Múli Árnason - Jónas Árnason - Ómar Ragnarsson ásamt Hljómsveit Svavars Gests - Útsetning: Magnús Ingimarsson
  13. Ástardúett - Lag - texti: Jón Múli Árnason - Jónas Árnason - Steindór Hjörleifsson og Sigríður Hagalín ásamt Hljómsveit Carls Billich - Útsetning: Carl Billich
  14. Undir stóra steini - Lag - texti: Jón Múli Árnason - Jónas Árnason - Ragnar Bjarnason og Hljómsveit Svavars Gests - Útsetning: Magnús Ingimarsson Hljóðdæmi
  15. Söngur jólasveinanna - Lag - texti: Jón Múli Árnason - Jónas Árnason - Brynjólfur Jóhannesson og Karl Sigurðsson ásamt Hljómsveit Carls Billich - Útsetning: Carl Billich
  16. Vikivaki - Lag - texti: Jón Múli Árnason - Hljómsveit Magnúsar Ingímarssonar - Útsetning: Magnús Ingimarsson

Lög Jóns Múla

[breyta | breyta frumkóða]
Hin góðkunnu og vinsælu lög Jóns Múla Árnasonar úr söngleikjunum Delerium Búbónis, Allra meina bót og Járnhausnum voru á sínum tíma gefin út á litlum plötum, sem eru löngu uppseldar. Hér koma öll þessi lög á stórri plötu og einu lagi betur, Vikivaka, sem ekki hefur áður komið á plötu.

Ljósmyndin á framhlið umslagsins er af uppfærslu Þjóðleikhússins á Járnhausnum. Ljósmyndin á bakhliðinni er af Jóni Múla Árnasyni og Louis Armstrong, tekin þegar hinn síðarnefndi heimsótti Ísland 1965. Það á vel við að láta þá mynd skreyta bakhlið umslagsins, þvi enginn annar íslendingur hefur kynnt jazzmúsik af slíkri vandvirkni og þekkingu sem Jón Múli Árnason. Það er SG-hljómplötum sérstök ánægja að gefa út hin ágætu lög Jóns Múla Árnasonar á sinni fyrstu plötu ársins 1981 en útgáfudagur hennar er 31. marz.

 
Lög úr Delerium Bubonis Nr. 1, 4, og 7 á A hlið og 3, 5, 7 og 8 á B hlið.

Lög úr Allra meina bót Nr. 2 og 6 á A hlið og 1 á B hlið. Lög úr Járnhausnum Nr. 3, 5, og 8 á A hlið og 2,4, og 6 á B hlið.