Fara í innihald

Sýrudjass

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sýrudjass (e. acid jazz) er tónlistarstefna sem er upprunin frá Bretlandi og er hægt að hrekja hana til ársins 1987. Nafnið „acid jazz“ eða sýrudjass, var fundið upp fyrst af plötusnúðinum Gilles Peterson sem vann þá á stöðinni KISS FM. Stefnan er sögð vera sú fyrsta sem hefur verið nefnd af plötusnúði (en ekki gagnrýnenda eða tónlistarmanni). Stefnan sjálf var svar við danstónlistinni „sýruhústónlist“ sem var vinsælust meðal plötusnúða í Bretlandi áður en sýrudjass tók yfir. Gilles lýsir stefnunni í viðtali árið 1988 á eftirfarandi hátt: „Djassvettvangurinn er sterkur núna, en okkur fannst við þurfa að magna hann smá til að halda honum gangandi. Með því að kalla stefnuna sýrudjass, mun fólk segja „þetta hlýtur að vera áhugavert“ og dansa síðan við hana. Þannig að slóttulega ertu að kynna nýtt form af tónlist og nýtt form af djassi“ [1] Gilles tilkynnti ári seinna, 1988 á KISS FM að hugtakið sýrudjass væri dautt. En var langt frá því að vera sannleikurinn.[2][3] Stefnan er búin að fá nýtt heiti á sér í Bandaríkjunum og kalla hana Urban-Alternative. Samkvæmt söngvaranum, lagahöfundinum og útgefandanum Angel, sem hefur m.a. unnið með frægum sýru djass hljómsveitum í Bandaríkjunum eins og The Brand New Heavies og Soul Sonics, þá hefur nafninu verið breytt „til að gefa listamönnunum meira listrænt svigrúm“.[4][5][6]

Sýrudjass er oft gagnrýnd fyrir að hafa ekki þróast frá hefðbundnum stofni djass. Hljómur sýrudjass er samrunin af áttunda áratugs fönki, sálartónlist, hip hopi, latin grúvi og djassi. Sterkir ryþmar og grípandi laglína eru helstu einkenni sýrudjass og aðal áherslan er sett á tónlistina sjálfa en minna á textann í lögunum (nema þegar það er rappað, þá skiptir textin máli). Hljóðfærin sem spilað eru á eru mismunandi eftir því hvernig hún er útfærð, hvort það sé plötusnúður eða hljómsveit að spila. Hljóðfærin sem notuð eru: hljóðgervill, flauta, trompet, básúna, klarinet, trommur, hammondorgel, saxófónn, kongatromma og önnur slagverk, rafmagnsgítar, rafbassi og önnur strengjahljóðfæri. Ef plötusnúður spilar þá notar hann snúningpall og sýnishorn.[3][7][8]

Misskiptar skoðanir eru á þessari tónlistarstefnu, Neil Conner, eigandi Record Runner í San Francisco að lýsir sýrudjass sem jákvæða breytingu frá hverstdagslegri tónlist. Hann segir: „Sýrudjass er nógu hrá til að laða að krakka sem eru mikið í hipp hoppi, þetta er fersk breyting fyrir alla og kennir krökkum tónlistasögu, hvort sem þau vita það eða ekki”.[9] Hins vegar finnst tónlistarmanninum Ronny Jordan sýrudjass vera tískufyrirbrygði, en hann hefur fengið nafn sitt á Topp Jazz Album töfluna og er sagður þar vera frábær sýrudjassgítarleikari. Hann segir: „Hvernig ég sé sýrudjass, er að hún er meira tískuyfirlýsing (lýta út og klæðast á ákveðin hátt) og ég er ekki þannig. Eina sem ég hef sameiginlegt við sýrudjass er unnun mín gagnvart áttunda áratugs tónlist“. Síðan er síðast en ekki síst tónlistarmenn sem vita ekki einu sinni að það er að spila svo kallaðan sýrudjass, eins og Alan Barnes segir þegar hann var spurður um hvað sýrudjass væri „ég veit eiginlega ekki hvað það er, hvað er það? Hvað er sýru djass? Ég er víst í því en ég veit ekki hvað það er, ég virkilega veit það ekki.“[10]

Plötufyrirtæki

[breyta | breyta frumkóða]

Gilles Peterson og Eddie Piller stofnuðu plötufyrirtæki árið 1988, sem þeir nefndu eftir tónlistarstefnunni og heitir Acid Jazz Records. Upprunaleg áætlun þeirra var að gefa út meiri lifandi tónlist frekar en tækni tónlist. Stefnan þeirra var „Engin House tónlist“ og þeir tóku við sálar og fönk tónlistamönnum á sjöunda og áttunda áratugnum. Fyrsta lagið sem var gefið út af fyrirtækinu var „Fredrick Lies Still“ eftir Galliano og er tökulag af laginu „Freddie's Dead“ eftir Curtis Mayfield.[11] Hljómsveitin Galliano lýsir sýrudjassi í viðtali árið 1988: „sýrudjass er bara orðatiltæki, það þýðir ekkert. Það lætur bara fleira ungt fólk hlusta á tónlistina“.[12] Gilles hættir í Acid Jazz Records árið 1989 til að stofna annað fyrirtæki, sem hann nefndi Talkin' Loud. Nafnið á plötufyrirtækinu var nefnt eftir plötusnúðakvöldunum sem Gilles hélt og hétu „Talkin' Loud Nights“. Þessi kvöld voru fyrst haldin á skemmtistaðnum Fridge í London. Plötufyrirtækið Phonogram fjármögnuðu hann til að stofna fyrirtækið.[5] Í fyrri hluta 1990 fékk plötufyrirtækið frægar sýrudjasshljómsveitir á plötusamning s.s. Jamiroquai og Brand New Heavies.[13] Besta stund fyrirtækisins var þegar sama árið, öllu heldur 1994, gáfu þau út plötunrnar „The Plot Thickens“ eftir Galliano, sem var síðasta platan með honum sem fyrirtækið gaf út. „Apparently Nothing“, lag með The Young Disciples, þar sem Carleen Anderson fær mikla athygli fyrir einstaka söng sinn. Fyrirtækið gefur út líka lagið „There's Nothing Like This“ með Omar og gáfu út fyrsta diskin með Urban Species sem varð víða vinsæll.[5]

Tónlistarmenn

[breyta | breyta frumkóða]

Úrval af sýrudjasstónlistamönnum birtast á seinni hluta níunda aldarinnar og í upphafi tíundu aldar. Til að mynda þá eru hljómsveitir eins og Stereo MC's, James Taylor Quartet, Groove Collective, Galliano, Palm Skin Productions, Mondo Grosso, Outside og United Future Organization. Stíll sýrudjass er mjög víður, frá rafrænum diskó stíl með hljómsveitir eins og Jamiroquai og Brand New Heavies til fönk-rokk stíl, bönd eins og Mother Earth og Mendez Report. Margir fengu innblástur sinn frá gömlum fönk og jazz tónlistarmönnum, með því að taka sýnishorn frá þeim og endurtaka hljóðin þeirra með þá nýlegri tækni. Þessi tækni var notuð oft hjá hip hop tónlistamönnum, s.s. Sugar Hill Gang og Digital Underground.[14]

Frá Bretlandi til Bandaríkjanna

[breyta | breyta frumkóða]

Í Bandaríkjunum hefur sýrudjass verið viðurkennd stefna síðan 1991. Í bandaríska tónlistartímaritinu Billboard, 30. apríl 1994 kemur fram að núna fyrst er sýrudjass að láta taka eftir sér í Bandaríkjunum, þremur árum eftir að dansbyltingin tók yfir. „Gamlar“ hljómsveitir eins og Brand New Heavies og US3 eru komnir langt frá því að spila á klúbbum og eru farin að fá athygli frá stóru fyrirtækjunum. Það er hægt að heyra í þeim í útvörpum og hægt að kaupa á geisladiska frá þeim. Síðan eru nýlegri tónlistarmenn eins og Carleen Anderson og Angel sem eru að fá mikla athygli í Bandaríkjunum. Aðal ástæðan fyrir því að sýru djass er byrjaður að fá athygli frá bandarískum almenning er gullselda lagið „Cantaloop (Flip Fantasia)“ eftir hljómsveitina US3 og plötuútgefendurnar Blue Note/Capitol og lagið „Dream on Dreamer“ eftir hljómsveitina Brand New Heavies og plötuútgefendur Delicious Vinyl/East West sem seldu 16 þúsund eintök í Bandaríkjunum.[15][16][17] Hljómsveitin Soulsonics voru fyrstu ameríkanarnir til að spila sýrudjass eða „Urban-Alternative“ sem Bandaríkjamenn vilja kalla stefnuna. Hljómsveitin var stofnuð af Willie McNeil trommara og Jez Colin bassaleikara. Jez fékk innblástur sinn í Dingwalls næturklúbbi í London, þar sem spiluð var sýrudjass af Talkin' Loud hreyfingunni. Hljómsveitin segist ekki vera bein afritun af breskum hljómsveitum sem spila sýrudjass, heldur hafa þau meiri latínudjass í lögunum. Sem hefur alltaf verið vinsæll stíll í Kaliforníu. Fyrsta platan þeirra var Jazz in the Present Tense gefin út 1993.[5]

Plötusnúðar

[breyta | breyta frumkóða]

Gilles Peterson, Simon Booth, Jez Nelson og Paul Bradshaw byrjuðu að spila þessa þá nýlegu tónlist til fólks á klúbbum. Þótt að sýru djass var yfirleitt spiluð órafmögnuð þá var það frekar algengt að plötusnúður rispaði plöturnar á sýningum.[18] Gilles Peterson byrjaði feril sinn á því að spila jazz-funk í sínum eigin þætti á sjóræningjastöð. Hann fékk starfið með því að leyfa stöðinni að nota senditækið sitt. Hann tók upp þættina sína í garðskúrnum sínum.[5]

 1. Hunt, Chris. „ACID JAZZ – DOES IT REALLY EXIST?“. Phaze One. 1 (1) (1988): 1.
 2. „What is Acid Jazz“. Sótt 7.mars 2012.
 3. 3,0 3,1 Kernfeld, Barry (ritstj.) (1994). The New Grove Dictionary of Jazz, 2nd ed. St Martins Pr. ISBN 0312113579.
 4. Flick, Larry. „Acid Jazz Penetrates U.S. Market“. Billboard. 106 (18) (1994): 1-3.
 5. 5,0 5,1 5,2 5,3 5,4 Larkin Colin (1998). The Virgin Encyclopedia of Dance Music. Based on the encyclepedia of popular music. Virgin Books. ISBN 0753502526.
 6. „Styles of Jazz Music. Jazz styles signigicantly envolved with an inner neccessity characteristic of any true art form“. Sótt 8.mars 2012.
 7. „Acid Jazz“. Sótt 7.mars 2012.
 8. Flick, Larry. „Acid Jazz Penetrates U.S. Market“. Billboard. 106 (18) (1994): 1-3.
 9. Reece, Douglas. „Islands Ronny Jordan Sheds Some "Light" On His Acid Jazz.“. Billboard. 26 (108) (1996): 20.
 10. Hunt, Chris. „ACID JAZZ – DOES IT REALLY EXIST?“. Phaze One. 1 (1) (1988): 1.
 11. „What is Acid Jazz“. Sótt 7.mars 2012.
 12. Hunt, Chris. „ACID JAZZ – DOES IT REALLY EXIST?“. Phaze One. 1 (1) (1988): 1.
 13. „Acid Jazz (i).". Sótt 7.mars 2012.
 14. „Acid Jazz“. Sótt 7.mars 2012.
 15. Flick, Larry. „Acid Jazz Penetrates U.S. Market“. Billboard. 106 (18) (1994): 1-3.
 16. Flick, Larry. „Acid Jazz Penetrates U.S. Market“. Billboard. 106 (18) (1994): 8.
 17. Flick, Larry. „Acid Jazz Penetrates U.S. Market“. Billboard. 106 (18) (1994): 52.
 18. Flick, Larry. „Acid Jazz Penetrates U.S. Market“. Billboard. 106 (18) (1994): 1-3.