Sauðlauksdalur
Jump to navigation
Jump to search
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Sauðlauksdalur er fyrrum kirkjustaður og stórbýli við sunnanverðan Patreksfjörð. Jörðin er komin í eyði. Séra Björn Halldórsson var prestur í Sauðlauksdal um miðja 18. öld og ræktaði þar kartöflur fyrstur Íslendinga 1760, en Hastfer barón ræktaði kartöflur á Bessastöðum fyrstur manna á Íslandi tveimur árum áður.
