Fara í innihald

Afturbeygt fornafn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sér)

Afturbeygða fornafnið (skammstafað sem a.fn. eða ab.fn.) er fornafn sem er ekki til í nefnifalli[1] heldur beygist það bara í aukaföllum (þolfalli, þágufalli og eignarfalli) og vísar það til frumlagsins í setningunni.

Afturbeygða fornafnið í mörgum tungumálum

[breyta | breyta frumkóða]

Í íslensku

[breyta | breyta frumkóða]

Aðeins er til eitt afturbeygt fornafn í íslensku eða orðið sig. Beygist það eins í öllum kynjum (hún elskar sig, hann elskar sig, það elskar sig) og báðum tölum (hann stöðvaði sig, þeir stöðvuðu sig).

Afturbeygðu fornöfnin eru stundum flokkuð svona:[2]

Eintala og fleirtala
karlkyn (kk.) kvenkyn (kvk.) hvorugkyn (hk.)
Nefnifall (hann/hún/það/þeir/þær/þau)
Þolfall sig
Þágufall sér
Eignarfall sín

Afturbeygða fornafnið vísar aftur til þriðju persónu sem áður hefur verið tiltekin og af því er nafn þess dregið;

  • Hann talar um sig. (kk. et.)
  • Þeir tala um sig. (kk. ft.)
  • Stúlkan flýtti sér heim. (kvk. et.)
  • Þær flýttu sér heim. (kvk. ft.)
  • Barnið naut sín. (hk. et.)
  • Börnin nutu sín. (hk. ft.)

„Afturbeygða eignarfornafnið“

[breyta | breyta frumkóða]

Sumir málfræðingar telja eignarfornafnið sinn eiga heima í flokki afturbeygðra fornafna þar eð það vísar aftur til þriðju persónu. Þessi skilgreining er umdeild og á sér ekki hefð í íslenskri málfræði. Sinn er þó stundum kallað „afturbeygt eignarfornafn“.

Eintala Fleirtala
karlkyn (kk.) kvenkyn (kvk.) hvorugkyn (hk.) karlkyn (kk.) kvenkyn (kvk.) hvorugkyn (hk.)
nefnifall sinn sín sitt sínir sínar sín
þolfall sinn sína sitt sína sínar sín
þágufall sínum sinni sínu sínum sínum sínum
eignarfall síns sinnar síns sinna sinna sinna

Aðeins er til eitt afturbeygt fornafn í latínu og er það orðið se. Beygist það í öllum föllum nema nefnifalli og ávarpsfalli.

Eintala og fleirtala
karlkyn (kk.) kvenkyn (kvk.) hvorugkyn (hk.)
Nefnifall (is/ea/id/eī/iī/eae/ea)
Ávarpsfall (is/ea/id/eī/iī/eae/ea)
Þolfall , sēsē
Eignarfall suī
Þágufall sibi
Sviptifall , sēsē
Staðarfall , sēsē
  • per se (í sjálfu sér, út af fyrir sig)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Hugtakaskýringar - Málfræði
  2. Fornöfn