Robert Stalnaker
Robert Culp Stalnaker | |
---|---|
Svæði | Vestræn heimspeki |
Tímabil | Heimspeki 20. aldar, Heimspeki 21. aldar |
Skóli/hefð | Rökgreiningarheimspeki |
Helstu ritverk | Inquiry; Context and Content: Essays on Intentionality in Speech and Thought; Ways a World Might Be: Metaphysical and Anti-Metaphysical Essays |
Helstu kenningar | Inquiry; Context and Content: Essays on Intentionality in Speech and Thought; Ways a World Might Be: Metaphysical and Anti-Metaphysical Essays |
Helstu viðfangsefni | frumspeki, málspeki, rökfræði, þekkingarfræði, hugspeki, ákvörðunarfræði, merkingarfræði, málnotkunarfræði |
Robert Culp Stalnaker er Laurance S. Rockefeller-prófessor í heimspeki við Tækniháskólann í Massachusetts. Hann fæst einkum við heimspekilegar undirstöður merkingarfræðinnar og málnotkunarfræðinnar, rökfræði, ákvörðunarfræði, frumspeki, þekkingarfræði og hugspeki. Stalnaker hefur reynt að setja fram náttúruhyggju um íbyggni. Hann hefur einnig verið, ásamt Saul Kripke, David Lewis og Alvin Plantinga, einn áhrifamesti hugsuðurinn um merkingarfræði mögulegra heima.
Stalnaker lauk doktorsgráðu frá Princeton-háskóla árið 1965. Hann kenndi heimspeki við Yale-háskóla, Illinois-háskóla og Cornell-háskóla áður en hann gekk til liðs við heimspekideild MIT seint á 9. áratugnum. Meðal nemenda hans má nefna Jason Stanley, Adam Elga og Deliu Graff Fara.
Helstu rit
[breyta | breyta frumkóða]- Inquiry (MIT Press, 1987).
- Context and Content: Essays on Intentionality in Speech and Thought (Oxford University Press, 1999).
- Ways a World Might Be: Metaphysical and Anti-Metaphysical Essays (Oxford University Press, 2003).