Robert Oppenheimer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
J. Robert Oppenheimer.

Julius Robert Oppenheimer (22. apríl, 190418. febrúar, 1967) var bandarískur eðlisfræðingur af þýskum gyðingaættum og yfirmaður vísindarannsókna við Manhattan-verkefnið, sem var sett á laggirnar í seinni heimsstyrjöldinni í því skyni að smíða fyrstu kjarnorkusprengjuna í Los Alamos-rannsóknarstöðinni í Nýju Mexíkó. Oppenheimer sem nefndur hefur verið „faðir atómsprengjunnar“ harmaði smíði kjarnorkusprengjunnar og eyðingamátt hennar eftir að hún var notuð á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki.

Þegar eyðingarmáttur sprengjunnar kom í ljós lét Oppenheimer eftir sér hin fleygu orð „Nú er ég Dauð­inn, eyð­ing­ar­afl heims­ins“ (e. Now I am become Death, the destroyer of worlds), sem er vísun í hindúaritninguna Bhagavad Gita.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Birgir Þór Harðarson (7. ágúst 2015). „Nú er ég Dauðinn, eyðingarafl heimsins“. Kjarninn. Sótt 13. desember 2021.