Robert Oppenheimer
Julius Robert Oppenheimer (22. apríl, 1904 – 18. febrúar, 1967) var bandarískur eðlisfræðingur af þýskum gyðingaættum og yfirmaður vísindarannsókna við Manhattan-verkefnið, sem var sett á laggirnar í seinni heimsstyrjöldinni í því skyni að smíða fyrstu kjarnorkusprengjuna í Los Alamos-rannsóknarstöðinni í Nýju Mexíkó. Oppenheimer sem nefndur hefur verið „faðir atómsprengjunnar“ harmaði smíði kjarnorkusprengjunnar og eyðingamátt hennar eftir að hún var notuð á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki.
Þegar eyðingarmáttur sprengjunnar kom í ljós lét Oppenheimer eftir sér hin fleygu orð „Nú er ég Dauðinn, eyðingarafl heimsins“ (e. Now I am become Death, the destroyer of worlds), sem er vísun í hindúaritninguna Bhagavad Gita.[1]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Birgir Þór Harðarson (7. ágúst 2015). „Nú er ég Dauðinn, eyðingarafl heimsins“. Kjarninn. Sótt 13. desember 2021.