Robert L. Heilbroner

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Robert Lewis Heilbroner (24. mars 19194. janúar 2005) var bandarískur hagfræðingur og afkastamikill rithöfundur, þjóðfélagsrýnir og fyrirlesari. Hann fæddist á Manhattan, New York.[1] Faðir hans, Louis Heilbroner, var auðugur kaupsýslumaður. Árið 1924 þegar Heilbroner var fimm ára lést faðir hans.[1] Næstu tíu ár eftir föðurmissinn var fjölskyldubílstjórinn honum sem faðir. Robert sagði síðar að sú reynsla hefði haft mótandi áhrif á frjálslyndar efnahagshugmyndir sínar.[2] Heilbroner lést af heilablóðfalli í New York þegar hann var 85 ára.[3]

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Heilbroner var þriðja barn Louis og Helen Heiler Heilbroner. Hann fæddist inn í auðuga þýska gyðingafjölskyldu. Faðir hans stofnaði herrafataverslunina Weber & Heilbroner,[4] sem var eitt þekktasta herrafatafyrirtæki í New York á millistríðsárunum.[5]

Haustið 1936 hóf Heilbroner nám við Harvard[5], þar sem hann útskrifaðist með hæstu einkunn (summa cum laude) í heimspeki, stjórnmálum og hagfræði 1940.[4] Í seinni heimstyrjuöldinni þjónaði Heilbroner í bandaríska hernum á skrifstofu verðlagseftirlitsins undir stjórn John Kenneth Galbraith, eins afkastamesta hagfræðings eftirstríðsáranna.[4] Heilbroner fékk bronsstjörnuna fyrir þjónustu sína í hernum.[6] Heilbroner lauk doktorsnámi í hagfræði við New School of Social Research í New York 1963. Árið 1972 var hann ráðinn til skólans og gerður að prófessor í hagfræði.[7]

Framlög til hagfræði[breyta | breyta frumkóða]

Heilbroner lagði mikið af mörkum til hagsögu og hagspeki. Hann var gríðarlega afkastamikill sem höfundur, og eftir hann liggja hátt á þriðja tug bóka, þar af margra metsölurita. Talið er að enginn bandarískur hagfræðingur hafi selt fleiri bækur en Heilbroner og Galbraith.

Heilbroner leit svo á að hagfræðin væri í grunninn heimspekileg, þ.e. sú grein heimspekinnar sem fæst við veraldleg málefni. Hann er þekktastur fyrir fyrstu bók sína, The Worldly Philosophers sem kom út 1953, og er ein af mest seldu ritum um hagfræði.[4] Í henni leggur hann áherslu á samband daglegs lífs og efnahagslegs veruleika annars vegar og hagfræðinnar og hagrænnar hugsunar hins vegar.[8]

Heilbroner skrifað fjölda bóka og greina sem setja hagfræðikenningar og þróun hagfræðinnar í sögulegt samhengi og tengir þær jafnframt við félagsleg og pólitísk málefni samtímans.[7] Heilbroner var mjög gagnrýninn á áhrif hagvaxtar á umhverfi og takmarkaðar auðlindir. Í bókinni Inquiry Into the Human Prospect (1974) sem hafði mikil áhrif taldi Heilbroner framtíðarhorfur mankynsins myrkar, því mannlegt eðli gerði erfitt fyrir að hægt væri að gera þær breytingar sem nauðsynlegar væru til að yfirstíga þær hindranir sem takmörkuð gæði og óendurnýtanlegar auðlindir setja hagvexti.[7]

The Worldly Philosophers[breyta | breyta frumkóða]

The Worldly Philosophers: The Lives, Times and Ideas of the Great Economic Thinkers, er ein af víðlesnustu hagfræðibókum sögunnar, bókina skrifaði Heilbroner áður en hann kláraði sitt doktorsnám[9]. Heilbroner vakti áhuga margra á hagfræði, almennings og nemenda, með því að varpa ljósi á samhengi milli athafna fólks í sínu daglega lífi og hinna stórfelldu efnahagsatburða sem þróast og móta söguna[8].

Markmið bókarinnar leitast við að varpa ljósi á mikilvægi hagfræðilegrar hugsanir samfélaginu til góðs. Að sögn Heilbroner veitir bókin einstaka framtíðarsýna, sem mun hugsanlega færa einhverjum kapitalistum örugga leið gegnum komandi áratugi[8]. Með bókinni tókst honum einnig að opna augu almennings fyrir dýpri hugmyndum um efnahagslegar breytingar eins og þær hafa þróast síðan á 18. öld, í verkum annara hagfræðinga s.s. Smith, Marx, Keynes og Schumpeter er þessum breytingum lýst[8].  

Kenningar Heilbroner um kapítalisma[breyta | breyta frumkóða]

Vegna rannsókna Heilbroner var Center for Capitalism Studies við New School for Social Research stofnað á grundvelli skilnings Heilbroner á félags- og sálfræðilegum þáttum efnahagslífsins, þetta lagði grunninn að þverfaglegum rannsóknum í hagfræði[8].

Heilbroner skoðaði einnig ítarlega skaðleg áhrif kapítalisma, einsog lýst er í "The Wealth of Nations" eftir Smith, þar sem litið er á siðferðis- og efnislega hnignun sem staðlaða sögulega framþróun[10]. Heilbroner taldi mikilvægara að rannsaka frekar félags- og sálfræðilegar afleiðingar þessarar óumflýjanlegu hnignunar. Þegar hnignun á sér stað hafa starfsmenn tilhneigingu til að missa hugrekki sitt, líkamlega orka og sérþekking þeirra í tilteknum viðskiptum kostar vitsmunalegar og siðferðilegar dyggðir. Þetta bendir til þess að einhæf vinna með litla færni hafi neikvæð áhrif á heildarbata á gæðum vinnuafls[10].

Grundvallaratriði í kenningum Heilbroner er áhersla á þverfaglega nálgun, hann hélt því fram að hefbundin kennsla í hagfræði feli raunverulega sýn á aðra þætti í hagkerfinu[8]. Nemendur í hagfræðinámi hafa orð á sér fyrir að hafa þrengra sjónarhorn á samfélagið, vera of einstaklingsmiðaðir og minna opnir fyrir hugmyndum um félagslegar framfarir. Í ritinu Behind the Veil of Economics þar sem Heilbroner útskýrir hvernig hagræn hugsun geti hulið skilning okkar á samfélaginu með því að gera okkur blind fyrir dýpri þáttum eins og menningar-, félags- og sálfræðilegum. Hann taldi að þessir þættir hefðu mikil áhrif á framvindu efnahagslífsins [8].

Spá Heilbroner um umbreytingu kapítalisma eru að rætast í dag[breyta | breyta frumkóða]

Spár Heilbroner um hvernig kapítalismi mundi breytast í framtíðinni eru að raungerast í nútímanum. Hagkerfinu er meira stjórnað, meira um reglur og aukin meðvitund um tekjuójöfnuð og hversu takmarkandi greinandi hagfræðilíkön eru[10].

Sem dæmi má nefna að í kjölfar efnahagshrunsins 2008 þá voru innleiddar strangari fjármálareglur[10].

Ennfremur er aukin áhersla lögð á að vinna gegn tekjuójöfnuði og nauðsyn jafnari dreifingu auðs. Þetta er í takt við áhyggjur Heilbroner um félagslegar afleiðingar kapítalisma[10].

Að auki hefur afstaða Heilbroners leitt til endurmats á hlutverki sögulegra og menningarlegra sjónarmiða í skilningi á efnahagslegri hegðun. Þar sem hagfræðileg líkön gátu ekki spáð fyrir um og tekið á fjármálakreppunni[10].

Hugmynd Heilbroner um framtíðarsýn og hvernig hún tengist rannsókn á efnahagslegri hegðun[breyta | breyta frumkóða]

Heilbroner hélt því fram að ekki ætti að nálgast hagfræði sem gildishlutlaus vísindi sem snúast eingöngu um meðferð og greiningu á tölum[10].

Í stað undirstrikar hann mikilvægi þess að skilja félags-, menningar- og sálfræðilega þætti í samhengi við efnahagsleg þróun. Heilbroner telur að hagfræðingar verði að huga að félagslegum viðhorfum og hugmyndafræði sem mótar athafnir einstaklinga og kraftaflæði innan samfélagsins[10].

Með því að fella þessa sýn inn í nám í hagfræði bendir Heilbroner á að hægt sé að öðlast dýpri skilning á eðli samfélagsins og spá fyrir um framtíðar þróun efnahagskerfa[10].

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Noble, Holcomb B. (12. janúar 2005). „Robert Heilbroner, Writer and Economist, Dies at 85“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 8. september 2023.
  2. „Robert Louis Heilbroner Biography“. www.cliffsnotes.com. Sótt 23. september 2023.
  3. „Heilbroner, Robert Louis (1919 – ) American Economist and Author | Encyclopedia.com“. www.encyclopedia.com. Sótt 23. september 2023.
  4. 4,0 4,1 4,2 4,3 „Robert Heilbroner - Biography — JewAge“. www.jewage.org (enska). Sótt 8. september 2023.
  5. 5,0 5,1 Mace, Emily. „Robert Heilbroner | Harvard Square Library“ (bandarísk enska). Sótt 8. september 2023.
  6. „Robert Louis Heilbroner Biography“. www.cliffsnotes.com. Sótt 8. september 2023.
  7. 7,0 7,1 7,2 „Heilbroner, Robert Louis (1919 – ) American Economist and Author | Encyclopedia.com“. www.encyclopedia.com. Sótt 8. september 2023.
  8. 8,0 8,1 8,2 8,3 8,4 8,5 8,6 „Heilbroner & Capitalism“. Robert L. Heilbroner Center for Capitalism Studies (bandarísk enska). Sótt 23. september 2023.
  9. „Robert L. Heilbroner Was Economist and Author“. The Vineyard Gazette - Martha's Vineyard News (enska). Sótt 6. október 2023.
  10. 10,0 10,1 10,2 10,3 10,4 10,5 10,6 10,7 10,8 Nida Javaid (maí. 2009). „An Individual Approach to Economics: Robert Heilbroner's Cultural and Historical Perspective Applied to Modern Economic Conditions“. Syracuse University.