Fara í innihald

Robert Brandom

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vestræn heimspeki
Heimspeki 20. aldar,
Heimspeki 21. aldar
Robert Brandom
Nafn: Robert Brandom
Fæddur: 1950
Skóli/hefð: Rökgreiningarheimspeki
Helstu ritverk: Making It Explicit; Articulating Reasons: An Introduction to Inferentialism
Helstu viðfangsefni: málspeki, hugspeki, rökfræði
Markverðar hugmyndir: gagnhyggja
Áhrifavaldar: Donald Davidson, Michael Dummett, Wilfrid Sellars, Richard Rorty, John McDowell, Ludwig Wittgenstein, Gottlob Frege, G.W.F. Hegel, Immanuel Kant
Hafði áhrif á: Mark Lance

Robert Brandom (fæddur 1950) er bandarískur heimspekingur og prófessor við Pittsburgh-háskóla. Hann fæst einkum við málspeki, hugspeki og rökfræði og verk hans bera vott um sögulegan áhuga á þessum helstu viðfangsefnum hans. Brandom lauk B.A.-gráðu frá Yale-háskóla og doktorsgráðu frá Princeton-háskóla undir leiðsögn Richards Rorty og Davids Kelloggs Lewis. Hann er kvæntur Barböru Brandom, prófessor í læknaskóla Pittsburgh-háskóla.

Heimspeki Brandoms er undir miklum áhrifum frá Wilfrid Sellars, Richard Rorty, Michael Dummett og samkennara Brandoms við Pittsburgh-háskóla John McDowell en einnig G.W.F. Hegel, Gottlob Frege og Ludwig Wittgenstein.

Brandom er þekktur málsvari wittgensteinískrar málspeki, einkum þeirrar kenningar að merking orðs sé notkun þess. Brandom fjallar um þetta viðfangsefni í riti sínu frá 1994 Making It Explicit og Articulating Reasons: An Introduction to Inferentialism frá 2000. Brandom hefur einnig gefið út safn ritgerða um sögu heimspekinnar, Tales of the Mighty Dead (2002).

  Þetta æviágrip sem tengist heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.