Risaostra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Risaostra
Risaostra (Magallana gigas)
Risaostra (Magallana gigas)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Lindýr (Mollusca)
Flokkur: Samlokur (Bivalvia)
Ættbálkur: Ostrur (Ostreoida)
Ætt: Ostruætt (Ostreidae)
Tegund:
M. gigas

Tvínefni
Magallana gigas
Samheiti

Crassostrea gigas
* Parathunnus mebachi (Kishinouye, 1915)
* Thynnus obesus Lowe, 1839

Risaostra (fræðiheiti: Magallana gigas) er ostrutegund sem er að finna við Kyrrahafsstrendur Asíu. Hún hefur verið flutt til Ástralíu, Evrópu, Norður-Ameríku og Nýja-Sjálands. Kyrrahafsostran er mest ræktaða og efnahagslega mikilvægasta ostrutegundin. Þessi tegund er ræktuð fremur en aðrar vegna þess að hún vex frekar hratt og er ónæm fyrir mörgum sjúkdómum. Á nokkrum svæðum þar sem kyrrahafsostran hefur verið flutt inn hefur hún sest að á náttúrulegum vaxtarstöðum og er álitin innrásartegund. Einkennandi skel þeirra er bollanga og þaðan er nafnið „risaostra“ dregið. Þessir skelfiskar kjósa að setjast að á steinbotnum en geta þó lifað við ýmsar aðstæður.[1]

Kynning[breyta | breyta frumkóða]

Risaostrur eru upprunar í Japan en hafa nú breiðst út til margra landa, svo sem Bretlands, Frakklands, Bandaríkjanna, Kanada, Kóreu, Kína og Nýja Sjálands þar sem þær eru notaðar í fiskeldi. Þær voru fyrst fluttar til Suð-Austur og Vestur Ástralíu um 1940. Risaostran er frek tegund sem vex hratt, hefur mikla fjölgunargetu og hefur það gert þeim kleift að dreifa sér víða og hrekja í burt innlendar tegundir.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Risaostran hefur þunna og grófa skel sem er lagskipt og hefur hún engar tennur í efri skelinni. Vinstra eða neðra lokið er djúpt en hægra eða efra lokið er næstum flatt og situr það inni í vinstri skelinni. Skelin er hvít að innan og þar er íofinn vefur sem er svartur að lit. Vöðvinn sem heldur skeljunum tveim saman er oftast fjólublár eða brúnn að lit. Fullorðnar Risaostrur eru kyrrsætnar og má finna þær á hörðum sjávarbotnum á um 3-40 metra dýpi. Þær kjósa að lifa í saltvatni í árminni þó svo að þær þoli allskonar saltstyrki og vatnsgæði og geti einnig komið fyrir á landi. Risaostrur nærast á dýra- og plöntusvifum sem þær sía úr vatninu[2].

Búsvæði[breyta | breyta frumkóða]

Risaostra vill helst vera á hörðum sjávarbotni þar sem hún festir sig við steina, rusl og skeljar allt frá lægri flæðimarka og til um 40 metra dýpis. Þó að þær festist venjulega við steina, geta þær einnig sest að í leðju þar sem þær festast við litla steina, skeljar, annað brak og rusl eða festast jafnvel ofan á aðrar fullorðnar ostrur. Þær finnast í sjó með salthlutfall um 20-25% þó svo að tegundin geti lifað af í sjó undir 10% saltsyrk og yfir 35%, en þar er hún ólíkleg til þess að æxlast. Þær þola einnig breitt hitastig, en þær geta lifað af í sjó með hitastig á bilinu -1,8 °C til 35 °C. Risaostur er tvíkynja, sem oftast þroskast fyrst sem karlkyns. Á svæðum þar sem gott framboð er á fæðu sýnir kynhlutfallið í eldri ostrum að mikill meirihluti er af kvenkyns ostrum en þar sem lítið framboð er á fæðu er hlutfallið öfugt. Konurnar geta breytt kyni sínu aftur í karlkyns þegar lítill matur er til staðar, til dæmis þegar það er yfirfullt á svæðinu[3].

Lífsferill[breyta | breyta frumkóða]

Kynfrumumyndun byrjar við um 10 °C og saltstyrk á milli 15-32 ‰ og fer frjóvgun fram í vatnshygg. Hrygning fer vanalega fram í sjó við 20 °C eða hlýrra, þó örsjaldan við 15-18 °C. Risaostran er mjög frjó þegar hún er um 8-15 cm að lengd og framleiða þær á milli 50-200 milljón eggja í hverri hrygningu, sem veldur því að sjórinn í kringum þær tekur á sig sýn mjólkur. Lirfurnar eru svifdýr sem fljóta um sjóinn fyrstu 3-4 vikurnar og þróast þar, en svo finna þær sér hentugt, hart svæði til þess að setjast að á. Risaostrur vaxa mjög hratt en þær geta vaxið yfir 7,5 cm á fyrstu 18 mánuðunum. Eins og flestar tegundir ostra, breytir Risaostran um kyn á lífsleiðinni, en vanalega gjóta þær fyrst sem karlkyn en seinna meir sem kvenkyn og fer gotið vanalega fram á sumrin[4].

Líftími[breyta | breyta frumkóða]

Á fyrsta þroskastigi eru lirfur Risaostrunnar um 70 µm og lifa á plöntusvifum. Þær hreyfa sig með lirfufæti um sjóinn og leita sér þannig að góðum stað til þess að setjast að á. Þær verða þá um 300-340 µm að stærð. Þetta getur tekið um 2-3 vikur en það fer eftir hitastigi á sjónum, saltstyrk og matarframboði. Á meðan á þessum tíma stendur geta ostrurnar einnig dreifst um stórt svæði með vatnsstraumum. Eftir að lirfan hefur fundið sinn stað, þroskast hún upp í unga ostru. Þær vaxa mjög hratt við góð skylirði, en þær ná markaðsstærð (70-100 gr. með skel) á um 18-30 mánuðum. Óuppskornar Risaostrur geta lifað í allt að 30 ár[5].

Markaðir, menning og afurðir[breyta | breyta frumkóða]

Sögulegur bakgrunnur[breyta | breyta frumkóða]

Risaostran er upprunalega frá Japan, þar sem hún hefur verið ræktuð í hundruði ára. Hún er núna sú ostrutegund sem er notuð mest í eldi í heiminum, þar sem hún vex hratt og er mjög þolin fyrir umhverfisaðstæðum. Hún var flutt til Kyrrahafsstrandarinnar í Bandaríkjunum um árið 1920 og til Frakklands árið 1966 og eru það taldnir vera tveir mikilvægustu viðburðir í sögu Risaostrueldis. Vegna mikillar útbreiðslu og hversu hratt hún vex, á Risaostran það til að taka yfir aðrar innfæddar tegundir. Sem dæmi hefur hún tekið yfir Ólympíuostruna (Ostrea lurida) í Washington og Steinaostruna (Saccostrea commercialis) í Nýja Sjálandi[6].

Framleiðsla á Risaostru[breyta | breyta frumkóða]

Heildarframleiðsla á Risaostru hefur aukist úr um 150 tonn á ári um 1950 til ársins 1980 þar sem veitt var 750 tonn. Árið 2003 hafði svo heimsframleiðslan aukist í 4,38 milljónir tonna á ári. Meirihlutinn var þá framleiddur í Kína, en þar var framleitt 84% af heildarframleiðslunni. Japan, Frakkland og Kórea framleiddu einnig mikið af afurðum eða um 100-250 þúsund tonn hver. Hinir tveir stóru framleiðendur árið 2003 voru Bandaríkin sem framleiddu 43 þúsund tonn og Taívan sem framleiddi 23 þúsund tonn. Á þessu ári var framleiðsla á Risaostru virði 3,69 milljarða Bandaríkjadollara og var það Asía sem framleiddi yfir helminginn[7].

Framleiðslutækni[breyta | breyta frumkóða]

Margar aðferðir eru notaðar við framleiðslu á Risaostrum. Aðferðirnar fara eftir umhverfinu (td. tíðni, skjól, vatnsdýpi, eðli hvarfefna og fleira), en einnig fara aðferðirnar eftir hefðum og mörkuðum. Til dæmis geta ostrurnar annað hvort verið seldar í hálfri skel eða í lokaðri skel og svo getur framleiðslan einungis farið fram í sjó eða bæði á sjó og á landi[8].

Eldi[breyta | breyta frumkóða]

Vegna möguleika Risaostrunnar á miklum vexti og vegna þess hversu mismunandi aðstæður hún þolir hefur hún orðið fyrir valinu til eldis í mörgum löndum. Þó að uppruni hennar sé í Japan, þar sem hún hefur verið ræktuð um aldir. Risaostran hefur verið kynnt til þess að taka við að öðrum tegundum ostra sem hafa verið ofveiddar eða valdið sjúkdómum, eða til þess að skapa nýjan iðnað sem ekki hefur verið til áður[9].

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. mars 2018. Sótt 15. mars 2018.
  2. http://www.fao.org/fishery/culturedspecies/Crassostrea_gigas/en
  3. http://www.fao.org/fishery/culturedspecies/Crassostrea_gigas/en
  4. http://www.fao.org/fishery/culturedspecies/Crassostrea_gigas/en
  5. http://www.fao.org/fishery/culturedspecies/Crassostrea_gigas/en
  6. http://www.fao.org/fishery/culturedspecies/Crassostrea_gigas/en
  7. http://www.fao.org/fishery/culturedspecies/Crassostrea_gigas/en
  8. http://www.fao.org/fishery/culturedspecies/Crassostrea_gigas/en
  9. http://www.fao.org/fishery/culturedspecies/Crassostrea_gigas/en

Heimildaskrá[breyta | breyta frumkóða]