Fara í innihald

Riddarabókmenntir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Riddarabókmenntir eru rómantískar skáldsögur og kappakvæði, af ævintýrum og ástum riddara, sem voru skrifaðar á síð-miðöldum.

Riddarabókmenntir einkennast af frásögnum af hirðlífi, fatfríðum köppum, svakalegum bardögum og yfirnáttúrulegum hetjudáðum. Hugprýði, drengskapur, háttvísi, hreysti, kurteisi og rómantík eru áberandi í sögunum og sönn kristileg hegðun er mikilvæg. Skýr skil eru gerð á milli góðs og ills og eru það oft kristnir menn sem eru hetjurnar og þeir slæmu heiðnir, frá þjóðunum í suðri og norðri. Hetjunum er lýst á afar jákvæðan hátt, bæði persónuleika og útliti, og hvergi sparað við þá.

Erlendu kappakvæðin (eða riddarasöngvarnir) voru yfirleitt í bundnu máli, en voru þýdd í óbundið mál í Noregi, sjá riddarasögur. Þaðan bárust þær svo til Íslands um 1250. Urðu riddarasögurnar brátt vinsæl bókmenntagrein hér á landi og þýddu íslenskir rithöfundar fleiri slíkar sögur. Sumar sögurnar eru í ljóðrænum stíl eins og frumtextinn. Íslenskir rithöfundar sömdu einnig margar nýjar riddarasögur í svipuðum stíl. Höfundar sagnanna eru óþekktir og ekki er vitað hverjir þýddu þær.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.