Fara í innihald

Richard Schiff

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Richard Schiff
Richard Schiff á ráðstefnu í Oxford, Bretlandi.
Richard Schiff á ráðstefnu í Oxford, Bretlandi.
Upplýsingar
FæddurRichard Schiff
27. maí 1955 (1955-05-27) (69 ára)
Ár virkur1987 -
Helstu hlutverk
Toby Ziegler í The West Wing

Richard Schiff (fæddur 27. maí 1955) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Toby Ziegler í The West Wing.

Schiff fæddist í Bethesda, Maryland. Schiff byrjaði háskólanám við City College of New York (CCNY) árið 1973 en hætti vegna áhugaleysis.[1] Fluttist hann til Colorado þar sem hann bjó í tvö ár áður en hann fluttist aftur til New York og hóf nám við City College of New York (CCNY) í leiklistardeildinni.[2] Schiff líkaði ekki leikaranámið og lærði leikstjórn í staðinn.[3] Hann tók upp leiklistina um miðjan áttunda áratuginn eftir að hafa komist yfir sviðsskrekkinn.[4]

Schiff giftist leikkonunni Sheila Kelly árið 1996 og saman eiga þau tvö börn.

Schiff leikstýrði leikritinu Antígónu árið 1983 með hinni nýútskrifuðu Angelu Bassett.[5] Í byrjun ársins 2006 þá kom Schiff fram í leikritinu Underneath the Lintel eftir Glen Berger við George Street Playhouse í New Brunswick, New Jersey. Í febrúar 2007 kom hann fram í West End uppfærslunni af Underneath the Lintel við Duchess Theatre[6] í London, Englandi. Schiff lék í útvarpsútgáfunni af Underneath the Lintel sem var útvarpað á BBC Radio 4 þann 5. janúar 2008. Schiff lék í leikritinu Talley's Folly við McCarter Theatre Center í Princeton, New Jersey haustið 2008.

Fyrsta sjónvarpshlutverk Schiff var árið 1989 í sjónvarpsmyndinni Trenchcoat in Paradise og hefur hann komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við L.A. Law, Murphy Brown, Chicago Hope, NYPD Blue, Ally McBeal, Burn Notice, Monk, White Collar og Up All Night. Árið 1999 þá var Schiff boðið eitt af aðalhlutverkunum í The West Wing sem Toby Ziegler, sem hann lék til ársins 2006. Schiff kom fram sem gestaleikari í Criminal Minds: Suspect Behavior sem Jack Fickler yfirmaður alríkislögreglunnar en aðeins þrettán þættir voru framleiddir.[7]

Fyrsta kvikmyndahlutverk Schiff var árið 1987 í Arena Brains. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Young Guns II, Malcolm X, Speed, Se7en, Volcano, The Lost World: Jurassic Park, Deep Impact, I am Sam, Ray og Johnny English Reborn.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1987 Arena Brains Deli Clerk
1989 Medium Straight Pat Harding
1990 Young Guns II Rat Bag
1992 Stop! Or My Mom Will Shoot Starfsmaður byssubúðar
1992 Rapid Fire! Teiknikennari
1992 The Public Eye Thompson Street ljósmyndari
1992 Malcolm X JFK blaðamaður
1992 The Bodyguard Skip Thomas
1992 Hoffa Lögmaður ríkisins
1993 Skinner Eddie
1993 My Life Ungur Bill Ivanovich
1993 Ghost in the Machine Skönnunartæknimaður
1994 The Hudsucker Proxy Mailroom screamer
1994 Major League II Stjórnandi
1994 Speed Lestarstjóri
1994 Speechless Hljóðtæknimaður óskráður á lista
1995 Tank Girl Hermaður í skurði
1995 Rough Magic Marvin Wiggins
1995 Se7en Mark Swarr (Lögmaður John Does)
1996 City Hall Larry Schwartz
1996 The Arrival Calvin
1996 The Trigger Effect Starfsmaður byssubúðar
1996 Grace of My Heart Áheyrnar plötuframleiðandi
1996 Michael Ítalskur þjónn
1997 Touch Jerry
1997 Volcano Haskins
1997 Loved Aðstoðarsaksóknarinn Steve Waters
1997 The Lost World: Jurassic Park Eddie Carr
1997 Santa Fe Alex
1998 Deep Impact Don Biederman
1998 Doctor Dolittle Dr. Gene ´Geno´ Reiss
1998 Heaven Stanner
1998 Living Out Loud Phil Francato
1999 Forces of Nature Joe
1999 Crazy in Alabama Bílstjórinn Norman
2000 Gun Shy Elliott
2000 Whatever It Takes P.E. kennari
2000 Forever Lulu Jerome Ellsworth
2000 Lucky Numbers Jerry Green
2001 What´s th Worst That Could Happen? Walter Greenbaum
2001 I Am Sam Mr. Turner
2002 People I Know Elliot Sharansky
2004 With It Virgil LaRocca
2004 Ray Jerry Wexler
2006 Civic Duty Alríkisfulltrúinn Tom Hilary
2007 Waiting John
2007 Martian Child Lefkowitz
2008 Last Chance Harvey Marvin
2009 Ceremonies of the Horseman Lieb
2009 Imagine That Carl Simons
2009 Solitary Man Steve Heller
2010 The Infidel Lenny Goldberg
2010 Made in Dagenham Robert Tooley
2010 Another Harvest Moon Jeffrey
2011 Johnny English Reborn Fisher
2012 Knife Fight Dimitris Í eftirvinnslu
2012 Fire with Fire ónefnt hlutverk Í eftirvinnslu
2012 The Frozen Ground Roy Hazelwood Í eftirvinnslu
2012 Decoding Annie Parker Allen Kvikmyndatökur í gangi
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1989 Trenchcoat in Paradise Mole Sjónvarpsmynd
1990 Tales from the Crypt Lester Middleton Þáttur: Korman´s Kalamity
1992 Till Death Us Do Part Jack Wells Sjónvarpsmynd
1992 Cruel Doubt Inspector Sjónvarpsmynd
1992 Picket Fences Joey Fero Þáttur: Pilot
1992 L.A. Law Starfsmaður hundaskýlis Þáttur: Helter Shelter
1993 South of Sunset Bobby Bruck Þáttur: Dream Girl
1993 Doggie Howser, M.D. Billy Tishler Þáttur: What Makes Doogie Run
1993 The Positively True Adventures of the Alleged Texas Cheerleader-Murdering Mom Ljósmyndari Life Sjónvarpsmynd
1994 The John Larroquette Show Wilson Þáttur: Don´t Drink and Drive Nuclear Waste
1994 Murphy Brown Mel Woodworthy Þáttur: Anything But Cured
1994 Thunder Alley Pat Perkins Þáttur: Bloodsuckers
1994 Amelia Earhart: The Final Flight Movietone Fréttastjóri Sjónvarpsmynd
1994 Saved by the Bell: Wedding in Las Vegas Aðstoðarfógetinn Dano Sjónvarpsmynd
1994 Love & War Lester Michaels Þáttur: The Bum
???? If Not for You Chernikov Þáttur: Pilot
1995 Maybe This Time Perlman Þáttur: Snitch Doggy-Dogg
1995 Murder One Prof. Stanley Fletcher Þáttur: Chapter Nine
1996 High Incident Ed Ossip Þáttur: Coroner´s Day Off
1996 Special Report: Journey to Mars Eric Altman Sjónvarpsmynd
1996 ER Mr. Bartoli Þáttur: The Match Game
1996 Chicago Hope Mark Sarison Þáttur: Quiet Riot
1996-1997 Relativity Barry Roth 8 þættir
1995-1997 NYPD Blue Steve Cameron / Vartan Illiescu 2 þættir
1998 The Taking of Pelham One Two Three Mr. Green Sjónvarpsmynd
1998 The Pentagon Wars Smith Sjónvarpsmynd
1998 The Practice Bob Show Þáttur: Trees in the Forest
1998 Brooklyn South Chris McIntrick Þáttur: Cinnamon Buns
1998 Ally McBeal Bernie Gilson Þáttur: These Are the Days
1999 Becker Berry Þáttur: Truth and Consequences
1999 Roswell Alríkisfulltrúinn Stevens 3 þættir
1999-2005 The West Wing Toby Ziegler 144 þættir
2007 Burn Notice Philip Cowan 2 þættir
2008 Eli Stone David Green Þáttur: Soul Free
2008 Monk Dr. Lawrence Climan Þáttur: Mr. Monk Gets Hypnotized
2008 Terminator: The Sarah Connor Chronicles Charles Fischer / Paul Stewart Þáttur: Complications
2009 In Plain Sight Samuel Garfinkel Þáttur: Aguna Matatala
2010 Past Life Dr. Malachi Talmadge 9 þættir
2010 Svetlana Dr. Lawrence Þáttur: Eco-Shlong
2010 Any Human Heart Dr. Byrne 2 þættir
???? Once Upon a Time King Leopold Þáttur: The Fruit of the Poisonous Tree
2010 The Cape Patrick Portman 3 þættir
2011 White Collar Andrew Stanzler Þáttur: Power Play
2011 Criminal Minds: Suspect Behavior Jack Fickler 4 þættir
2011 Up All Night Dr. Dean Chafin Þáttur: Parents
2011 Innocent Tommy Molto Sjónvarpsmynd

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ævisaga Richard Schiff á IMDB síðunni
  2. Ævisaga Richard Schiff á IMDB síðunni
  3. Ævisaga Richard Schiff á IMDB síðunni
  4. Ævisaga Richard Schiff á IMDB síðunni
  5. Ævisaga Richard Schiff á IMDB síðunni
  6. Caesar, Ed (8. febrúar 2007). „Richard Schiff: Life after 'The West Wing'. The Independent. London. Sótt 16. apríl 2011.
  7. Andreeva, Nellie (17. maí 2011). „CBS renews 'CSI:NY', cancels 'Criminal Minds: Suspect Behavior'. Deadline Hollywood. Sótt 17. maí 2011.