Fara í innihald

René Clément

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
René Clément
Clément árið 1995.
Fæddur18. mars 1913(1913-03-18)
Bordeaux í Frakklandi
Dáinn17. mars 1996 (82 ára)
VerðlaunBesti leikstjóri á Kvikmyndahátíðinni í Cannes
1946 La Bataille du rail
1949 Au-delà des grilles
Gullljónið
1952 Forboðnir leikir

René Clément (18. mars 1913 - 17. mars 1996) var franskur kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur. Hann hlaut fjölmargar viðurkenningar á ferli sínum, þar á meðal fimm verðlaun á Kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Æska[breyta | breyta frumkóða]

René Clément nam arkitektúr við École des Beaux-Arts þar sem hann fékk áhuga á kvikmyndagerð. Árið 1936 leikstýrði hann sinni fyrstu kvikmynd, 20 mínútna stuttmynd sem Jacques Tati skrifaði og lék í. Clément varði síðari hluta fjórða áratugarins í að gera heimildamyndir í Mið-Austurlandum og Afríku. Árið 1937 voru hann og fornleifafræðingurinn Jules Barthou í Jemen að undirbúa gerð heimildarmyndar; fyrstu heimildarmynd landsins og einu þekktu upptökuna af Imam Yahya.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Önnur eiginkona Clément var írski handritshöfundurinn Johanna Harwood sem hann hafði hitt á tökustað myndarinnar Monsieur Ripois árið 1954.[1]

Dauði[breyta | breyta frumkóða]

Clément lést 17. mars 1996, daginn fyrir 83. ára afmælið sitt. Hann var grafinn í kirkjugarðinum í Menton á Bláströndinni þar sem hann hafði dvalið eftir starfslok.

Kvikmyndaskrá[breyta | breyta frumkóða]

Leikstjóri[breyta | breyta frumkóða]

Ár Upprunalegur titill Íslenskur titill
1936 Soigne ton gauche
1939 Paris la nuit
1946 La Bataille du rail
Le Père tranquille
1947 Les Maudits Hinir fordæmdu
1949 Au-delà des grilles Skuggi fortíðarinnar
1950 Le Château de verre
1952 Jeux interdits Forboðnir leikir
1954 Monsieur Ripois
1956 Gervaise
1958 This Angry Age
1960 Plein soleil Sólin ein var vitni
1961 Quelle joie de vivre
1963 Le Jour et l'Heure
1964 Les Félins Leyndardómur hallarinnar
1966 Paris brûle-t-il?
1969 Le Passager de la pluie Farþegi í rigningu
1971 La Maison sous les arbres Húsið undir trjánum
1972 La Course du lièvre à travers les champs
1975 La Baby-Sitter

Leikari[breyta | breyta frumkóða]

Ár Upprunalegur titill Hlutverk
1960 Plein soleil Le serveur maladroit (ótitlað)
1961 Quelle joie de vivre Franskur hershöfðingi
1984 Yoroppa tokkyu -

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Field, Matthew (2012). „Johanna Harwood Interview“. Movie Classics: A Cinema Retro Special Edition Magazine. Solo Publishing (4).