Fara í innihald

Reipisdæla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Reypisdæla

Reipisdæla er dæla þar sem laust reipi er dregið niður í brunn með vatni og upp í gegnum langa pípu sem er á kafi í vatni að neðan. Á reipinu eru hringlaga diskar eða hnútar eða bútar sem passa við ummál rörsins sem notað er til að draga vatnið upp á yfirborðið.

Skýringarmynd af reipisdælu

Reipisdæla er dæla þar reipi sem notað til að draga vatn upp úr brunni er áberandi. Reipisdælur eru ódýrar í byggingu og viðhaldi. Reipisdælur eru gjarna notaðar í þróunarlöndum og þá algengast er að nota PVC plaströr og reipi. Ein hönnun af reipisdælu notar sólarrafhlöðu sem getur dælt 3000 lítrum á dag með því að nota 80 watta sólarþynnu. Hægt er að knýja reipisdælur með handafli en líka með litlum díeselvélum, rafmagni,með því að hjóla á reiðhjóli og með sólarorku.

Slíkar dælur byggja á gamalli aðferð. Keðjudælur voru notaðar í Kína fyrir þúsund árum. Í kringum 1980 var vitundarvakning varðandi reipisdælur að tilstuðlan Reinder van Tijen sem fór víða og kynnti fyrir samfélögum hvernig búa mætti til slíkar dælur úr plaströrum og mótum. Hann fór til Burkina Faso í Afríku, Túnis, Tælands and Gambíu. Í Níkaragva breiddist þessi vatnsdælutækni út og nota nú 25 % íbúa í sveitum þar slíkar reipisdælur. Í árslok 2009 notuðu meira en 4 milljónir manns í 20 löndum reipisdælur til að sækja vatn til heimilishalds og til áveitu.

Upphafleg reipisdæla notaði hnúta á reipinu en einnig er hægt að nota sveigjanlega hluti svo sem búta úr hjólaslöngu sem settir eru með um 20 sm millibili á reipið en það verður að vera í stærð og þykkt sem passar í rörin. Það er einnig hægt að búa til reipisdælu með því að nota plast eða málm sem passar nákvæmlega innan í rörin sem reipið er dregið í gegnum. Slíkar dælur eru oft handsnúnar með sveif. Einnig er hægt að draga reipið beint upp en ef dælur eru ekki með neinum hnútum eða bútum þá virka þær þannig að það verður að snúa reipinu hratt og er það oft gert með reiðhjóli. Slíkar dælur eru ekki eins afkastamiklar og aðrar reipsdælur en þær eru einfaldari í uppsetningu. Tækni til að búa til reipisdælum er frjáls til afnota og ekki háð neinum höfundarleyfum.