Rauðberjalyng

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rauðberjalyng

Vísindaleg flokkun
Ríki: Plönturíki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Lyngbálkur (Ericales)
Ætt: Lyngætt (Ericaceae)
Ættkvísl: Bjöllulyng (Vaccinium)
Undirættkvísl: Vaccinium sect. Vitis-idaea
Tegund:
V. vitis-idaea

Tvínefni
Vaccinium vitis-idaea
L. 1753
Samheiti
 • Myrtillus exigua Bubani
 • Rhodococcum vitis-idaea Avrorin
 • Vaccinium jesoense Miq.
 • Vitis-idaea punctata Moench
 • Vitis-idaea punctifolia Gray
 • Rhodococcum minus (Lodd., G.Lodd. & W.Lodd.) Avrorin
 • Vaccinium vitis-idaea var. minus Lodd., G.Lodd. & W.Lodd.
 • Vitis-idaea punctata var. minor (Lodd., G.Lodd. & W.Lodd.) Moldenke

Rauðberjalyng (fræðiheiti: Vaccinium vitis-idaea) er sígrænn dvergrunni af bjöllulyngs-ættkvíslinni. Það vex víða í barrskógabeltinu ogá norðurhveli og í heimskautabeltinu.[1] Á Íslandi hefur það aðallega fundist á Austurlandi,[2] frá Reyðarfirði til Djúpavogs.[3] Vegna þess hve það líkist sortulyngi gæti það verið mun víðar. Nýlegir fundarstaðir í nýskógum[4] benda til að hluti komi með trjáplöntum.[5] Kjörlendi er rakur jarðvegur, gjarnan súr og að sumarhiti sé ekki mikill.[6] Plantan breiðist út með rótarskotum og er það fljótlegasta leiðin til að greina hana frá sortulyngi sem vex upp af einum stöngli.

Á Íslandi þroskast berin yfirleitt ekki fyrr en seint í september, en uppskera mjög misjöfn. Berin eru gríðarlega vinsæl þar sem plantan vex og eru nýtt bæði í sultur og saft.

Afbrigði[breyta | breyta frumkóða]

Vaccinium vitis-idaea var. minus (í Alaska)
Vaccinium vitis-idaea var. vitis-idaea í fléttu (í Svíþjóð)

Það eru tvö svæðisbundin afbrigði eða undirtegundir af rauðberjalyngi, annað í Evrasíu og hitt í N-Ameríku, og munar helst á blaðstærð:

 • V. vitis-idaea var. vitis-idaea L.—syn. V. vitis-idaea subsp. vitis-idaea.
  . Evrasía. Blöðin eru 10 - 30 mm löng.
 • V. vitis-idaea var. minus Lodd.—syn. V. vitis-idaea subsp. minus (Lodd.) Hultén.
  . Norður-Ameríka. Blöðin eru 5 - 18 mm löng.[7]

Rauðberjalyng myndar stundum blending með aðalbláberjalyngi í Evrópu: Vaccinium × intermedium Ruthe.[8]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Vaccinium vitis-idaea L. | Plants of the World Online | Kew Science“. Plants of the World Online (enska). Sótt 2. nóvember 2023.
 2. „Flóra Íslands Flóran Blómplöntur“. www.floraislands.is. Sótt 2. nóvember 2023.
 3. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 2. nóvember 2023.
 4. Skógræktin. „Rauðber berast um landið“. Skógræktin. Sótt 2. nóvember 2023.
 5. „Rauðberjalyng (Vaccinium vitis-idaea) | Icelandic Institute of Natural History“. www.ni.is. Sótt 2. nóvember 2023.
 6. Akureyrarbær. „Garðaflóra“. Lystigarður Akureyrar. Sótt 2. nóvember 2023.
 7. Flora of North America: Vaccinium vitis-idaea
 8. „Vaccinium × intermedium Ruthe | Plants of the World Online | Kew Science“. Plants of the World Online (enska). Sótt 2. nóvember 2023.
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.