Rajnath Singh

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rajnath Singh
Varnarmálaráðherra Indlands
Núverandi
Tók við embætti
31. maí 2019
ForsetiRam Nath Kovind
Droupadi Murmu
ForsætisráðherraNarendra Modi
ForveriNirmala Sitharaman
Persónulegar upplýsingar
Fæddur10. júlí 1951 (1951-07-10) (72 ára)
Bhabhaura, Chandauli, Uttar Pradesh, Indlandi
StjórnmálaflokkurBharatiya Janata-flokkurinn
MakiSavitri Singh
Börn3, þ. á m. Pankaj Singh
HáskóliGorakhpur-háskóli (M.Sc. í eðlisfræði)
AtvinnaStjórnmálamaður, fyrirlesari
VefsíðaOpinber heimasíða

Rajnath Singh (fæddur 10. júlí 1951) er indverskur stjórnmálamaður sem gegnir starfi varnarmálaráðherra Indlands. Hann er fyrrverandi forseti Bharatiya Janata-flokksins (BJP). Hann hefur áður gegnt starfi aðalráðherra Uttar Pradesh og verið samgönguráðherra og síðan landbúnaðarráðherra í stjórnum Atal Bihari Vajpayee.[1] Hann var innanríkisráðherra í fyrsta ráðuneyti Narendra Modi. Hann hefur einnig gegnt embætti forseta BJP tvisvar, þ.e. 2005 til 2009 og 2013 til 2014.[2] Hann er fyrrum leiðtogi BJP og hóf feril sinn sem meðlimur í hindúsku sjálfboðahernaðarsamtökunum Rashtriya Swayamsevak Sangh. Hann er talsmaður hindúsku þjóðernishugmyndafræðinnar Hindutva innan flokksins.[3]

Hann hefur verið þingmaður á neðri deild indverska þingsins, Lok Sabha, tvisvar fyrir kjördæmið Lucknow og einu sinni fyrir kjördæmið Ghaziabad.[4] Hann var einnig virkur í stjórnmálum Uttar Pradesh og sat lengi á löggjafarþingi þess fyrir kjördæmið Haidergarh og var tvisvar sinnum aðalráðherra fylkisins.[5]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Meet the men and women who will run India for the next 5 years - Ministry of utmost prowess“. The Economic Times. Sótt 21. október 2020.
  2. „Zee News - Profile: Rajnath Singh“. web.archive.org. 30. september 2007. Afritað af uppruna á 30. september 2007. Sótt 21. október 2020.
  3. „Rajnath Singh | Biography & Facts“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 21. október 2020.
  4. „Rajnath Singh: Rajnath Singh BJP from LUCKNOW in Lok Sabha Elections | Rajnath Singh News, images and videos“. The Economic Times. Sótt 21. október 2020.
  5. DelhiJanuary 23, India Today Online New; January 23, 2013UPDATED:; Ist, 2013 12:12. „Who is Rajnath Singh?“. India Today (enska). Sótt 21. október 2020.