Fara í innihald

Rafik Hariri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Rafic Hariri)
Rafik Hariri
رفيق الحريري
Rafik Hariri árið 2004.
Forsætisráðherra Líbanons
Í embætti
31. janúar 1992 – 2. desember 1998
ForsetiElias Hrawi
Émile Lahoud
ForveriRachid Solh
EftirmaðurSelim Hoss
Í embætti
23. október 2000 – 21. október 2004
ForsetiÉmile Lahoud
ForveriSelim Hoss
EftirmaðurOmar Karami
Persónulegar upplýsingar
Fæddur1. nóvember 1944
Sídon, Líbanon
Látinn14. febrúar 2005 (60 ára) Beirút, Líbanon
DánarorsökMyrtur
ÞjóðerniLíbanskur (með sádi-arabískan ríkisborgararétt[1])
StjórnmálaflokkurFramtíðarhreyfingin
MakiNidal Bustani, Nazik Hariri
Börn6; þ. á m. Saad Hariri
StarfAthafnamaður, stjórnmálamaður

Rafik Baha El Deen Al-Hariri (1. nóvember 1944 – 14. febrúar 2005) var líbanskur athafna- og stjórnmálamaður. Hann var mjög áberandi í líbönsku stjórnmála- og efnahagslífi á árunum eftir borgarastyrjöldina í landinu og var tvívegis forsætisráðherra Líbanons, frá 1992 til 1998 og 2000 til 2004. Líkt og allir forsætisráðherrar landsins var Hariri súnnímúslimi.[2]

Hariri flutti árið 1965 í viðskiptaerindum til Sádi-Arabíu og efnaðist þar mjög í byggingariðnaðinum en flutti aftur til Líbanons árið 1990 og tók þar þátt í endurbyggingu Beirút eftir eyðileggingu borgarastyrjaldarinnar.[1] Hann varð forsætisráðherra Líbanons árið 1992 og vann náið með sýrlenskum áhrifamönnum í landinu. Hann fjarlægðist síðar Sýrlendingana og krafðist þess árið 2004 að sýrlenskir hermenn hefðu sig á brott úr Líbanon. Þegar embættistíð Émile Lahoud forseta landsins var framlengd vegna þrýstings frá Sýrlendingum sagði Hariri af sér í mótmælaskyni.

Rafik Hariri var myrtur í sprengjuárás á bílalest hans á götum Beirút þann 11. febrúar árið 2005. Fjórir meðlimir Hizbollah voru ákærðir fyrir morðið og síðar sakfelldir að þeim fjarstöddum af sérstökum dómstól Sameinuðu þjóðanna árið 2020.[3] Aðrir telja þó fremur að sýrlensk stjórnvöld hafi staðið á bak við morðið. Morðið á Hariri leiddi til sedrusbyltingarinnar í Líbanon, sem leiddi til þess að Sýrlendingar drógu her sinn úr landinu.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 „Líbanir gera sér góðar vonir um nýjan forsætisráðherra“. Tíminn. 22. desember 1992. bls. 13.
  2. Jóhanna Kristjónsdóttir (22. júní 1997). „Misklíð þríeykisins í Líbanon vekur ugg“. Morgunblaðið. bls. 5.
  3. „Sak­felld­ur fyr­ir morðið á Har­iri“. mbl.is. 18. ágúst 2020. Sótt 18. ágúst 2020.


Fyrirrennari:
Rachid Solh
Forsætisráðherra Líbanons
(31. janúar 19922. desember 1998)
Eftirmaður:
Selim Hoss
Fyrirrennari:
Selim Hoss
Forsætisráðherra Líbanons
(23. október 200021. október 2004)
Eftirmaður:
Omar Karami


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.