Dave Grohl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Dave Grohl á tónleikum í London árið 2006.

David Eric Grohl (fæddur 14. janúar 1969) er bandarískur tónlistarmaður, fæddur og uppalinn í Virginíu í Bandaríkjunum.

Dave Grohl hefur verið í allnokkrum hljómsveitum t.d. Scream, Dain bramage og Nirvana. Hann spilaði á trommur með Nirvana á árunum 1990-1994, en eftir andlát Kurts Cobain stofnaði Dave Grohl hljómsveitina Foo Fighters og er þar aðalsöngvari og gítarleikari. Hann hefur tekið þátt í upptökum og gerð hljómplatna fyrir marga tónlistamenn. Þar má nefna bandarísku Stoner-Rock hljómsveitina Queens of the stone age en Dave var trymbill hennar við upptökur á plötu þeirra Songs for the deaf. Einnig má nefna Jack Black og hljómsveit hans Tenacious D, en trommuleikur þeirra sveitar er alfarið í höndum Dave. Einnig kom hann við sögu á nýjustu plötu The Prodigy, Invaders Must Die, þar sem hann lék á trommur í laginu Run With The Wolves.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.