Fara í innihald

Pseudotsuga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pseudotsuga
Pseudotsuga menziesii var. menziesii in Anacortes Community Forest Lands, Washington
Pseudotsuga menziesii var. menziesii in Anacortes Community Forest Lands, Washington
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Undirætt: Laricoideae
Ættkvísl: Pseudotsuga
Carrière
Tegundir

Sjá texta

Pseudotsuga er ættkvísl af sígrænum barrtrjám í undirættinni Laricoideae. Hann er algengur í vesturhluta Norður-Ameríku og er mikilvæg uppspretta timburs. Fjöldi tegunda hefur verið umdeildur, en tvær í vestur Norður-Ameríku og tvær til fjórar í Austur-Asíu eru yfirleitt samþykktar.[1][2] Grasafræðingar 18du aldar voru í vandræðum meða að staðsetja tegundirnar í ættkvísl vegna líkinda við betur þekktar ættkvíslir; þær hafa verið flokkaðar sem Pinus, Picea, Abies, Tsuga, og jafnvel Sequoia. Vegna einkennandi könglanna voru þær að lokum settar í sjálfstæða ættkvísl Pseudotsuga (þýðir fölsk þöll) af franska grasafræðingnum Carrière 1867. Stundum er það skrifað sem Pseudo-tsuga.

Pseudotsuga eru meðalstór til einstaklega stór sígræn tré, 20 til 120m há (þó að eingöngu stranddöglingur nái slíkri hæð).[3] Barrnálarnar eru flatar og mjúkar, 2 til 4 sm langar, og líkjast þinnálum, eru stakar í stað knippa, og vaxa um allann sprotann sem getur hjálpað við að greina ættkvíslina. Kvenkönglarnir eru hangandi, með köngulskeljar sem sundrast ekki (ólíkt þin), og einkennandi er flipi með þremur totum sem er á hverri köngulskel (hún líkist neðri hluta músar, með afturlappir og skott).

Köngull af Pseudotsuga menziesii var. menziesii, af tré sem var ræktað af fræi sem safnað var af David Douglas

Tegundir og afbrigði

[breyta | breyta frumkóða]
Grein af stranddegli
Grein af fjalladegli

Lang þekkturst og útbreiddust er Norður-Ameríska tegundin Pseudotsuga menziesii[4] sem skiftist í tvö meginafbrigði (stundum talin undirtegundir eða sjálfstæðar tegundir): "stranddegli", við strönd Kyrrahafsins; og "fjalladegli", inn til landsins á vesturhluta N-Ameríku. Samkvæmt sumum grasafræðingum nær fjalladeglið suður í Mexíkó og telst þá Pseudotsuga lindleyana til þess,[5] en aðris vilja skifta þeim í Mexíkó upp í fjölda tegunda.[6][7][8] Útlitseinkenni og erfðagreining bendir til að sú mexíkóska sé líklega afbrigði innan P. menziesii.[9][10][11]

Allar aðrar tegundirnar eru með takmarkaða útbreiðslu og lítið þekktar utan heimkynna sinna þar sem þær eru sjaldgæfar og dreifðar í blönduðum skógum; allar eru með slaka verndunarstöðu. Flokkun asísku tegundanna er enn umdeild,[12] en nýlegusta flokkunin viðurkennir fjórar tegundir: þrjár kínverskar og eina japanska.[1][2] Kínversku tegundirnar þrjár hafa sitt á hvað verið taldar afbrigði af P. sinensis[13] eða verið skift upp í fleiri tegundir og afbrigði.[14] Í núverandi flokkun er kínversku tegundinni P. sinensis skift niður í tvö afbrigði: var. sinensis og var. wilsoniana.

Norður-Ameríka

[breyta | breyta frumkóða]

Áður taldar til Pseudotsuga

[breyta | breyta frumkóða]
Brum á stranddegli

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 „Flora of China: Pseudotsuga. Sótt 17. janúar 2012.
  2. 2,0 2,1 „The Gymnosperm Database: Pseudotsuga. Sótt 17. janúar 2012.
  3. Carder, Al (1995). Forest Giants of the World Past and Present. bls. 3–4.
  4. Li, Peng; W. T. Adams (1989). „Rangewide patterns of allozyme variation in Douglas-fir“. Can. J. For. Res. 19 (2): 149–161. doi:10.1139/x89-022.
  5. Little, E.L. (1952). „The genus Pseudotsuga (Douglas-fir) in North America“. Leafl. Western Botany. 6: 181–198.
  6. Flous, F. (1934). „Deux espèces nouvelles de Pseudotsuga Américains“. Bulletin de la Société d'histoire naturelle de Toulouse. 66: 211–224.
  7. Flous, F. (1934). „Diagnoses d'espèces et variétés nouvelles de Pseudotsuga Américains“. Bulletin de la Société d'histoire naturelle de Toulouse. 66: 329–346.
  8. Martínez, M. (1949). „Las Pseudotsugas de México“. Anales del Instituto de Biología. 20: 129–184.
  9. Earle, C.J. „The Gymnosperm Database: Pseudotsuga lindleyana. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. janúar 2012. Sótt 12. janúar 2012.
  10. Reyes-Hernández, VJ; Vargas-Hernández JJ; López-Upton J; Vaquera-Huerta H (2006). „Phenotypic similarity among Mexican populations of Pseudotsuga Carr“ (PDF). Agrociencia. 40 (4): 545–556. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 20. febrúar 2015. Sótt 7. apríl 2019.
  11. Gugger, Paul F.; González-Rodríguez, Antonio; Rodríguez-Correa, Hernando; Sugita, Shinya; Cavender-Bares, Jeannine (2011). „Southward Pleistocene migration of Douglas-fir into Mexico: phylogeography, ecological niche modeling, and conservation of 'rear edge' populations“ (PDF). New Phytologist. 189 (4): 1185–1199. doi:10.1111/j.1469-8137.2010.03559.x. PMID 21118265. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 20. febrúar 2015.
  12. Gernandt, D.S.; Liston, A. (1999). „Internal transcribed spacer region evolution in Larix and Pseudotsuga (Pinaceae)“. American Journal of Botany. 86 (5): 711–723. doi:10.2307/2656581.
  13. Farjon, A. (1990). Pinaceae: drawings and descriptions of the genera Abies, Cedrus, Pseudolarix, Keteleeria, Nothotsuga, Tsuga, Cathaya, Pseudotsuga, Larix and Picea. Königstein: Koeltz Scientific Books.
  14. 14,0 14,1 „GRIN Species Records of Pseudotsuga. Germplasm Resources Information Network. United States Department of Agriculture. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. september 2015. Sótt 2. desember 2010.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.