Lög og réttlæti
Lög og réttlæti Prawo i Sprawiedliwość | |
---|---|
Formaður | Jarosław Kaczyński |
Stofnár | 2001 |
Höfuðstöðvar | ul. Nowogrodzka 84/86 02-018, Varsjá, Póllandi |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
Íhaldsstefna, pólsk þjóðernishyggja, hægri-lýðhyggja, evróefasemdum |
Einkennislitur | Dökkblár Hvítur Rauður |
Sæti á neðri þingdeild | |
Sæti á efri þingdeild | |
Sæti á Evrópuþinginu | |
Vefsíða | pis.org.pl |
Lög og réttlæti (pólska: Prawo i Sprawiedliwość, skammstöfun PiS) er þjóðernissinnaður íhaldssamur stjórnmálaflokkur í Póllandi. Flokkurinn var stofnaður árið 2001 af bræðunum Lech og Jarosław Kaczyński.
Flokkurinn sigraði í kosningunum árið 2005 og Lech Kaczýnski var kosinn til forsetaembættis.[1] Jarosław var í stöðu forsætisráðherra en boðaði til kosninga árið 2007, þar sem flokkurinn endaði í öðru sæti á eftir Borgaraflokknum (Platforma Obywatelska).[2] Nokkrir framstæðir leiðtogar flokksins, þar á meðal Lech Kaczýnski, létust í flugslysi árið 2010.[3]
Árið 2015 var frambjóðandi flokksins, Andrzej Duda, kjörinn forseti Póllands.[4] Í kjölfarið fékk flokkurinn meirihluta í þingkosningunum. Flokkurinn fór fyrir ríkisstjórn Póllands frá 2015 til 2023, fyrst undir forsæti Beatu Szydło og síðan Mateuszar Morawiecki. Í þingkosningum árið 2023 vann bandalag frjálslyndra stjórnarandstöðuflokka samanlagðan meirihluta á þingi og batt enda á stjórn Laga og réttlætis.[5]
Kjörfylgi
[breyta | breyta frumkóða]Þingkosningar | ||||||
---|---|---|---|---|---|---|
Kosningar | Neðri þingdeild (Sejm) | Efri þingdeild (Senat) | Ríkisstjórn | |||
Atkvæði | % atkvæða | Sæti | Þingsæti | Þingsæti | ||
2001 | 1.236.787 | 9,50 | 4. | 44 | 0 | Stjórnarandstaðan |
2005 | 3.185.714 | 26,99 | 1. | 155 | 49 | Samsteypustjórn |
2007 | 5.183.477 | 32,11 | 2. | 166 | 39 | Stjórnarandstaðan |
2011 | 4.295.016 | 29,89 | 2. | 157 | 31 | Stjórnarandstaðan |
2015 | 5.711.687 | 37,58 | 1. | 235 | 61 | Meirihluti |
2019 | 8.051.935 | 43,59 | 1. | 235 | 48 | Meirihluti |
2023 | 7.640.854 | 35,38 | 1. | 194 | 34 | Stjórnarandstaðan |
Sveitarstjórnarkosningar | ||||||
---|---|---|---|---|---|---|
Kosningar | Svæðisráð | Sýslunefndir | Sveitarstjórnir | Borgarforsetar, borgarstjórar,
bæjarstjórar | ||
% atkvæða | Fulltrúar | % atkvæða | Fulltrúar | Fulltrúar | Fulltrúar | |
2002 | Samsteypustjórn með PO | ? | ? | ? | ? | |
2006 | 25,08 | 170 | 19,76 | 1242 | 3079 | 77 |
2010 | 23,07 | 141 | 17,24 | 1085 | 2885 | 37 |
2014 | 26,89 | 171 | 23,53 | 1517 | ? | 124 |
2018 | 34,13 | 254 | 30,46 | 2114 | 5808 | 234 |
2024 | 34,27 | 239 | 29,94 | 2080 | 3069 | 105 |
Kosningar til Evrópuþingsins | ||||
---|---|---|---|---|
Kosningar | Atkvæði | % atkvæða | Sæti | Þingsæti |
2004 | 771.858 | 12,67 | 3. | 7 |
2009 | 2.017.607 | 27,40 | 2. | 15 |
2014 | 2.246.870 | 31,78 | 2. | 19 |
2019 | 6.192.780 | 45,38 | 1. | 26 |
2024 | 4.359.443 | 36,16 | 2. | 20 |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Íhaldsmaður og tortrygginn í garð ESB“. Morgunblaðið. 25. október 2005. bls. 18.
- ↑ Kolbeinn Þorsteinsson (23. október 2007). „Taldi sig eiga sigurinn vísan“. Dagblaðið Vísir. bls. 10-11.
- ↑ Kolbeinn Þorsteinsson (12. apríl 2010). „Þjóðarharmur í Póllandi“. Dagblaðið Vísir. bls. 16-17.
- ↑ „Andrzej Duda kjörinn nýr forseti Póllands“. Morgunblaðið. 26. maí 2015. bls. 15.
- ↑ „Frjálslyndir ná meirihluta í Póllandi“. mbl.is. 16. október 2023. Sótt 18. október 2023.