Platycladus orientalis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Platycladus orientalis
Platycladus orientalis í náttúrulegu umhverfi Simatai, Kínamúrnum
Platycladus orientalis í náttúrulegu umhverfi Simatai, Kínamúrnum
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Einisætt (Cupressaceae)
Ættkvísl: Platycladus
Tegund:
P. orientalis

Tvínefni
Platycladus orientalis
(L.) Franco[2]
Samheiti

Thuja orientalis var. argyi Lév. & Lemée
Thuja orientalis Linné
Thuja decora Salisb.
Thuja chengii Bordères & Gaussen
Thuja acuta Moench
Platycladus stricta Spach
Platycladus chengii (Bordères & Gaussen) A.V. Bobrov
Biota orientalis (Linné) Endl.

Platycladus orientalis[3][4][5] er sígrænt tré ættað frá norðaustur Asíu.

Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Ættkvíslarheitið Platycladus þýðir "með breiða eða útflatta sprota". Seinna nafnið: orientalis vísar til að hún komi frá Kína (austurlöndum).[6]

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Þetta er sígrænt, hægvaxta, lítið tré, um 15 – 20 m hátt og 0,5 m í þvermál (mjög gömul tré einstaka sinnum 30 m hátt og 2 m í þvermál). Smágreinar útbreiddar í einum fleti, með hreisturlík blöð 2 – 4 mm löng, sem eru skærgræn en geta orðið brún eða koparlit að vetri. Könglarnir eru 15 - 25 mm langir, grænir óþroskaðir og verða brúnir við þroska, 8 mánuðum eftir frjóvgun, og eru með 6–12 þykkar köngulskeljar í gagnstæðum pörum. Fræin eru 4 til 6 mm löng, vænglaus. Greinarnar eru tiltölulega stuttar, og yfirleitt skarpt uppsveigðar. Börkurinn er brúnleitur, í mjóum láréttum renningum.[7]

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Hún er ættuð frá norðvestur Kína, en erfitt er að greina í sundur svæði þar sem tegundin vex náttúrulega frá þeim sem hún hefur verið flutt til.[8][9] Hún finnst í Manchuria, austast í Rússlandi (Amur og Khabarovsk), og er nú ílend í Kóreu, Japan, Indlandi og Íran einnig. Hún er einnig ræktuð víða annarsstaðar í heiminum.[10]

Nytjar[breyta | breyta frumkóða]

Tegundin er þurrkþolin, og oft ræktuð til skrauts, bæði í heimalandinu, þar sem það er tengt langlífi og lífsorku, og víða annarsstaðar í tempruðu loftslagi.[11][12]

Viðurinn er notaður í hofum búddista, bæði til bygginga og sem reykelsi.

Myndir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Farjon, A. (2013). Platycladus orientalis. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T31305A2803944. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T31305A2803944.en. Sótt 13. desember 2017.
 2. Platycladus orientalis". Geymt 9 júlí 2019 í Wayback Machine Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA).
 3. Franco, 1949 In: Portugaliae Acta Biol., sér. B, Sist. Vol. "Julio Henriques": 33.
 4. „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.
 5. "Platycladus orientalis". Natural Resources Conservation Service PLANTS Database. USDA.
 6. Harrison, Lorraine (2012). RHS Latin for gardeners. United Kingdom: Mitchell Beazley. bls. 224. ISBN 9781845337315.
 7. Kremer BP, Trees, Editorial Blume, Barcelona, 1986, Thuja orientalis L., p. 78
 8. "Platycladus". World Checklist of Selected Plant Families (WCSP). Royal Botanic Gardens, Kew.
 9. Fu, Liguo; Yu, Yong-fu; Adams, Robert P.; Farjon, Aljos. "Platycladus orientalis". Flora of China. 4 – via eFloras.org, Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA.
 10. Armin Jagel, Veit Martin Doerken: Morphology and morphogenesis of the seed cones of the Cupressaceae - part II: Cupressoideae. Bull. CCP 4 (2), 2015, pp. 51-78
 11. „RHS Plant Selector - Platycladus orientalis 'Aurea Nana'. Afrit af upprunalegu geymt þann 5 nóvember 2013. Sótt 27. maí 2013.
 12. „AGM Plants - Ornamental“ (PDF). Royal Horticultural Society. júlí 2017. bls. 79. Sótt 2. maí 2018.
 13. Cirrus Digital: Platycladus orientalis Morton Arboretum accession 168-53#3

Viðbótarlesning[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.