Pieter Zeeman

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pieter Zeeman

Pieter Zeeman (25. maí, 18659. október, 1943) var eðlisfræðingur sem lærði hjá Hendrik Lorentz og deildi nóbelsverðlaununum í eðlisfræði með honum fyrir uppgtötvun sína á Zeeman hrifunum.

Zeeman var fæddur í Zonnemaire, Hollandi. Hann var stúdent hjá Lorentz í Háskólanum í Leiden. Hann byrjaði að halda fyrirlestra við Leiden árið 1890. Árið 1896 bað Lorentz hann um að athuga áhrif segulsviðs á ljósuppsprettu og uppgötvaði hann þá það sem í dag er þekkt sem Zeeman hrifin. Þessi uppgötvun sannaði kenningu Lorentz um rafsegulgeislun.

Zeeman var settur prófessor í eðlisfræði við Háskólann í Amsterdam árið 1900. 1908 var hann síðan settur yfirmaður náttúruvísindadeildarinnar þar.