Roðaflæmingi
Útlit
(Endurbeint frá Phoenicopterus chilensis)
Ástand stofns | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Phoenicopterus chilensis Molina, 1782 | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
|
Roðaflæmingi (fræðiheiti Phoenicopterus chilensis), eða síleflæmingi er stór fugl af flæmingjaætt. Hann verður 110-130 sm hár. Roðaflæmingi verpir í Suður-Ameríku frá Ecuador og Perú að Chile og Argentínu og austur til Brasilíu. Hann hefur verið fluttur til Þýskalands og Niðurlanda. Einnig finnast roðaflæmingjar í Utah og Kaliforníu. Roðaflæmingi verpir einu hvítu eggi á leirur eins og aðrir flamíngófuglar. Roðaflæmingi þekkist frá öðrum svipuðum tegundum á því að fætur eru gráleitir með bleikum liðum og hve stór hluti af goggnum er svartur. Ungfuglar eru gráir. Goggur roðaflæmingja er vel lagaður til að sía fæðu sem er aðallega þörungar og svif. Búsvæði fuglanna eru leirur við strönd, árósar, vötn og sölt sjávarlón.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Roðaflæmingi.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Phoenicopterus chilensis.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ BirdLife International (2012). „Phoenicopterus chilensis“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2013.2. Sótt 26. nóvember 2013.