Paul Feyerabend
Vestræn heimspeki Heimspeki 20. aldar | |
---|---|
Nafn: | Paul Karl Feyerabend |
Fæddur: | 13. janúar 1924 |
Látinn: | 11. febrúar 1994 (70 ára) |
Helstu ritverk: | Against Method; Science in a Free Society; Farewell to Reason |
Helstu viðfangsefni: | vísindaheimspeki, þekkingarfræði |
Markverðar hugmyndir: | stjórnleysi í vísindum |
Áhrifavaldar: | John Stuart Mill, Karl Popper, G.E.M. Anscombe, Ludwig Wittgenstein, Søren Kierkegaard, Thomas Kuhn |
Hafði áhrif á: | Imre Lakatos, Paul Churchland, Deirdre McCloskey |
Paul Karl Feyerabend (13. janúar 1924 – 11. febrúar 1994) var austurrískur vísindaheimspekingur. Hann er þekktastur fyrir rit sín Gegn aðferð (e. Against Method) sem kom út árið 1975, Vísindi í frjálsu samfélagi (e. Science in a Free Society) sem kom út árið 1978 og Sæl veri skynsemin (e. Farewell to Reason) sem kom út árið 1987. Feyerabend varð frægur fyrir stjórnleysisviðhorf sitt í þekkingarfræði og vísindaheimspeki.
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Paul Karl Feyerabend fæddist þann 13. janúar 1924 í Vínarborg. Eftir menntaskóla þá var hann kvaddur til herþjónustu í Þýska hernum. Hann barðist á austur vígstöðvunum og var sæmdur járn krossinum. Sökum skotsára sem hann hlaut í stríðinu þá átti hann eftir að vera haltur það sem eftir var. Eftir stríð stundaði hann nám við Vínarháskóla og tók áfanga í sögu og félagsfræði, það henntaði honum ekki og hann færði sig yfir í eðlisfræði. Hann átti þó eftir að breyta til enn einu sinni og endaði námið með að ástunda heimspeki sem er sú fræðigrein sem hann er þekktur fyrir í dag. Feyerabend vann fyrst við Bristol-háskóla en átti eftir að starfa við þá marga, þar á meðal Berkeley, Yale og Sussex-háskóla. Hann lifði hálfgerðu flökkulífi (e. peripatetic) þar sem hann fluttist búferlum oft á tíðum á lífsleiðinni og bjó oftar en einu sinni í til að mynda Englandi, Bandaríkjunum, Nýja Sjálandi, Ítalíu. Að lokum bjó hann þó í Sviss þar sem hann lést árið 1994.
Hugmyndafræði í vísindaheimspeki
[breyta | breyta frumkóða]Paul Feyerabend þótti ekki vera hefðbundinn heimspekingur, þetta var eitthvað sem skemmti honum mjög og gerði hann í því að viðhalda þessu orðspori. Hann hélt því fram í bók sinni Gegn aðferð að stök vísindaleg nálgun væri ekki til og að vel heppnuð vísindaleg rannsókn styðst ekki við né getur stuðst við hugsjóna módel hönnuð fyrir vísindi af heimspekingum. Þessu var einna helst beint gegn þeim sem aðhylltust rökfræðilega raunhyggju. Feyerabend staðhæfði að þess í stað ætti vísindaheimspeki að endurspegla vísndalega framkvæmd og sögu vísindanna. Seinni verk hans fengu ekki sömu athygli, þar sem margir heimspekingar höfðu móðgast vegna bókarinnar og hvernig hún var framsett. Var hún gagnrýnd fyrir að vera óvægin og fjandsamleg. Paul Feyerabend var óánægður með þessa gagnrýni og svaraði í sömu mynt. Hann breytti stíl sínum þónokkuð seinna á lífleiðinni og fór að kynna sér menningu í auknum mæli. Í Sæl veri skynsemin frá 1987 heldur Feyerabend því fram að hver menning ætti að vera látin í friði, fá að lifa og dafna í samræmi við þær trúr og venjur sem væru innan hverrar menningar. Hann dró þetta þó að nokkru leyti til baka á þeim grundvelli að menning væri í raun flæðandi og þar af leiðandi breytist þegar hún kemst í snertingu við aðra menningarheima hvort sem manni líkar betur eða verr.[1]
Nokkur verk Paul Feyerabend
[breyta | breyta frumkóða]- Against Method: Outline of an Anarchistic Theory of Knowledge (1975), ISBN 0-391-00381-X, ISBN 0-86091-222-1, ISBN 0-86091-481-X, ISBN 0-86091-646-4, ISBN 0-86091-934-X, ISBN 0-902308-91-2 (First edition in M. Radner & S. Winokur, eds., Analyses of Theories and Methods of Physics and Psychology, Minneapolis: University of Minnesota Press, 1970.)
- Science in a Free Society (1978), ISBN 0-8052-7043-4
- Realism, Rationalism and Scientific Method: Philosophical papers, Volume 1 (1981), ISBN 0-521-22897-2, ISBN 0-521-31642-1
- Problems of Empiricism: Philosophical Papers, Volume 2 (1981), ISBN 0-521-23964-8, ISBN 0-521-31641-3
- Farewell to Reason (1987), ISBN 0-86091-184-5, ISBN 0-86091-896-3
- Three Dialogues on Knowledge (1991), ISBN 0-631-17917-8, ISBN 0-631-17918-6
- Killing Time: The Autobiography of Paul Feyerabend (1995), ISBN 0-226-24531-4, ISBN 0-226-24532-2
- Conquest of Abundance: A Tale of Abstraction versus the Richness of Being (1999), ISBN 0-226-24533-0, ISBN 0-226-24534-9
- Knowledge, Science and Relativism: Philosophical Papers, Volume 3 (1999), ISBN 0-521-64129-2
- For and Against Method: Including Lakatos's Lectures on Scientific Method and the Lakatos-Feyerabend Correspondence with Imre Lakatos (1999), ISBN 0-226-46774-0, ISBN 0-226-46775-9
- The Tyranny of Science (2011), ISBN 0-7456-5189-5, ISBN 0-7456-5190-9
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Paul Feyerabend“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 13. mars 2013.
- ↑ „Paul Feyerabend And The Monster ‘Science’“ af philosophynow.org Skoðað 13. mars 2013.