Paradísarkorn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aframomum melegueta
paradísarkorn

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
(óraðað): Dulfrævingar (Angiospermae)
(óraðað) Einkímblöðungar
(óraðað) Commelinids
Ættbálkur: Engiferbálkur (Zingiberales)
Ætt: Engifersætt (Zingiberaceae)
Ættkvísl: Aframomum
Tegund:
A. melegueta

Tvínefni
Aframomum melegueta
K. Schum.
Samheiti

Amomum melegueta

Paradísarkorn eða stundum gíneupipar eru fræ plöntunnar Aframomum melegueta frá Vestur-Afríku. Fræin eru rauðbrún á lit og þroskast í 5-7 cm löngum rauðum fræbelgjum. Fræin eru notuð sem krydd og gefa piprað bragð með sítruskeim. Áður fyrr voru paradísarkorn oft notuð í staðinn fyrir pipar þar sem þau voru ódýrari. Piparströndin milli Mesuradohöfða og Palmashöfða í Líberíu dregur nafn sitt af paradísarkornum sem voru flutt þaðan út.

Paradísarkorn eru notuð í norðurafrískar kryddblöndur eins og Ras al-hanout og í litlum mæli til að krydda gin og ákavíti.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.