Sýrustig
Útlit
(Endurbeint frá PH-gildi)
Sýrustig (hugtakið pH-gildi[1] er notað þegar tala er tilgreind)[1] er í efnafræði mælikvarði fyrir hversu súr vökvi er. Sýrustig er skilgreint sem logrinn af umhverfu styrks vetnisjóna í lausninni.
Gildi frá 0 til 7 tákna súra lausn, þ.e. sýru (því súrari sem gildið er lægra), gildið 7 táknar hlutlausa lausn, og gildi frá 7 og upp í 14 táknar basíska lausn (því basískari sem gildið er hærra).
Mælingar sýrustigs
[breyta | breyta frumkóða]Efni | pH-gildi |
---|---|
Saltsýra, 10M | -1.0 |
Blýgeymir | 0.5 |
Magasýra | 1.5 – 2.0 |
Sítrónusafi | 2.4 |
Kók | 2.5 |
Edik | 2.9 |
Appelsínusafi | 3.5 |
Tómatsafi | 4.0 |
Bjór | 4.5 |
Súrt regn | <5.0 |
Kaffi | 5.0 |
Te eða venjuleg húð | 5.0 |
Þvag | 6.0 |
Mjólk | 6.5 |
Hreint vatn | 7.0 |
Munnvatn heilbrigðrar manneskju | 6.5 – 7.4 |
Blóð | 7.34 – 7.45 |
Saltvatn | 7.7 – 8.3 |
Handsápa | 9.0 – 10.0 |
Venjulegt ammoníak | 11.5 |
Bleikiefni | 12.5 |
Natríumhýdroxíð | 13.5 |
Mæla má sýrustigið með því að:
- bæta sýrustigsvísinum við upplausnina á meðan fylgst er með. Litur vísisins getur til kynna sýrustigið.
- nota sýrumæli
- nota sýrustigspappír sem breytir um lit eftir því hve súr upplausnin er
Þar sem sýrustigsskalinn er á lograskala byrjar hann ekki á núlli.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Sören Sörenson (2003). Ensk-íslensk orðabók með alfræðilegu ívafi. Mál og menning.
- ↑ Stökkva upp til: 1,0 1,1 Ritað með skiptistriki (-) samkvæmt hugtakasafni þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins[óvirkur tengill]
Athugasemd — Þýðingin „sýrustig“ er notuð þegar engin tala er tilgreind en með tölum er talað um „pH-gildi“.