Ólympíu-þjóðgarðurinn
Útlit
(Endurbeint frá Olympic National Park)
Ólympíu-þjóðgarðurinn (enska: Olympic National Park) er þjóðgarður í Washingtonfylki Bandaríkjanna. Þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1938 (hafði verið national monument frá 1909) og er staðsettur á Ólympíuskaga. Innan hans eru þrjú vistkerfi: Fjallshlíðaskógar, regnskógar og stórskorin strandlengja. Ólympíufjöll eru miðsvæðis í þjóðgarðinum með tindinn Mount Olympus (2428 m.). Meðal trjátegunda í regnskóginum eru: Sitkagreni, fjallaþöll, degli og risalífviður. Dýra og fuglalíf er fjölbreytt.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Ólympíu-þjóðgarðurinn.
Fyrirmynd greinarinnar var „Olympic National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. nóv. 2016 2016.