Bensín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Bensín í dós.

Efnaeiginleikar
Almennt form bensíns er glær vökvi sem getur þó innihaldið litarefni og hefur einkennandi lykt.

Orkuinnihald: 46,9 MJ/kg [1]
Suðumark: 25-215°C [2]
Blossamark: < -40°C [3]
Sjálftendrun: 400°C [4]
Sprengimörk:
Neðrisprengimörk (LEL): 0,6% [5]
Efrisprengimörk (UEL): 8% [6]
Gufuþrýstingur við 20°C: <100kPa [7]
Eðlisþyngd við 21°C: 0,715-0,780 g/cm3 [8]
Seigja við 20°C: <1mm2/s [9]
Leysanleiki: [10]
Vatn: 30-100 mg/L við 20°C [11]
Dreifistuðull n-oktanól/vatn: 2,1-6 [12]

Bensín er eldfimur vökvi unnin úr hráolíu, sem notaður er sem eldsneyti í sprengihreyflum, en einnig sem leysiefni, til dæmis leysir bensín málningu. Bensín samastendur aðallega af alifatískum kolvetnum og er gerð með þrepaeimingu hráolíu. Tólúeni og bensóli er oft bætt við bensín til þess að auka oktangildi þess. Oft eru bætiefni, t.d. etanóli, blandað í bensín til að auka vinnslu sprengihreyfila eða minnka mengun.

Bensín er framleitt á olíuhreinsistöðvum. Bensín samanstendur af efnum úr hráolíu og öðrum kolvetnum. Flest þessara kolvetna eru talin spilliefni, og dæmigert blýlaust bensín inniheldur fimmtán spillefni. Þau eru bensól (5%), tólúen (35%), naftalín (allt að 1%), trímetýlbensól (allt að 7%) og MTBE (allt að 18%), ásamt tíu annarra.

Saga bensíns[breyta | breyta frumkóða]

Fyrir notkun sem eldsneyti var bensín fáanlegt í litlum flöskum og notað sem meðferð gegn lúsum og eggjunum þeirra. Í dag er bensín ekki lengur notað gegn lúsum vegna eldfimi og áhættu á skinnþroti. Í Bandaríkjunum var það líka notað sem hreinsiefni til að fjarlægja feiti af fötum. Bensín var lík öðrum hráolíuefnum sem fengust á þeim tíma, til dæmis vaselíni.

Upprunalega var bensín keypt í dósum fyrir stofnun bensínstöðva. Nú á dögum er bensíni dælt í gegnum bensíndælur á bensínstöðvum.

Uppruni[breyta | breyta frumkóða]

Hvaða steinrunna eldsneyti sem fundist hefur er notað með þvílíkum hraða að það mun endast tæplega næstu aldirnar meðan það tekur hundrað milljón ár að myndast nýjar steinrunnar eldsneytis auðlindir. Mikið af olíu heimsins mótaðist fyrir um 500 milljón árum. Kol myndast við jarðfræðileg ferli sem fela í sér að gróður grefst undir loftfirrtum aðstæðum í mýrum. Þar verður hann að mór og grefst þar undir bergi, við það eykst hitinn og þrýstingur í hlut-oxaða lífrænaefnalaginu. Hráolía myndast svo úr dreifðara lífrænu efni eins og lífrænum setlögum á landgrunni sem grefst í jarðhræringum, einsog með kolin verður fyrir miklum þrýsting, hita og bakast djúpt neðanjarðar. Eftir milljón ár myndast úr þessu kol eða jarðolía. Olían getur stundum runnið um sprungur og gloppur í bergi og myndað stórar neðanjaðar laugar. [13]

Öll ógösuð jarðeldsneyti eru byggð upp af flóknum sameindum með grunn af mörgum kolefnis atómum. Yfir 500 mismunandi efni hafa fundist í hráolíum. Olían hefur oftast komið aðallega úr sjáfarseti koefna eða um 86% með minni skammta úr óseyrum 11% og vötnum 3%. Þessir fyrirrennarar olíu komu ekki úr djúpinu heldur úr fornum grunnum vötnum. [14]

Náttúrulegt gas eða metan CH4 myndast sambandi við kol og olíu á svipaðan hátt nema hraðar. Munurinn er sá að gasið smýgur í gegnum gljúpt berg og gegndræp kol og á það til að safnast fyrir ofan við olíu laugar eða lekur í burtu. Gasfundur í jörðu getur því oft verið vísbending um olíu eða kol. [15]

Einungis 0,81% af upprunalegu seti kolefna verða að kolum, 0,094% verða að olíu og 0,085% verða að gasi. Megnið af setinu fer í andrúmsloftið í gegnum rotnun. Þetta þýðir að einn líter af bensíni táknar endapunkt 23 tonna af fornu gröfnu lífrænu seti.[16]

Hreinsun[breyta | breyta frumkóða]

Hráolía og náttúrulegt gas eru blöndur af kolvetnum og litlum ögnum af öðrum efnum. Samsetning þessara hráefna getur verið mismunandi eftir staðsetningu. Eldsneytishreinsunnarstöðvar eru flóknar verksmiðjur þar sem samsetning og lotur ferlis eru oftast mjög sérhæfðar að eiginleikum hráefnis og lokaafurða sem framleiddar eru. Í hreinsunnar stöðinni er hráolían tekin og skilin að í mismunandi hluta, svo er þessum hlutum breytt í nothæf efni sem eru svo blönduð til að búa til endanlega vöru. Þessar vörur eru eldsneyti og smurningar sem notast dagsdaglega.[17]

Mismunandi oktantölur á dælum.

Oktantölur bensíns[breyta | breyta frumkóða]

Bensín er ekki hreint efnasamband heldur efnablanda af mörgum efnasamböndum einsog vetniskolum, hexani(C6H14), heptani(C7H16) og oktani(C8H18), auk annarra eldsneytistegunda og íbótarefna sem oft lækka frostmark blöndunnar.[18]

91 Oktan bensín var aðallega notað í hernaði í blossakveikjuvélum hjá NATO svæðum Evrópu utan Danmerkur og Englands. Kallað 91 Oktan eða herbensín, sala á þessu bensíni er takmörkuð og hefur 98 Oktana bensín tekið þar við.[19]

95 Oktan bensín er blýlaust bensín [20]með blöndunarhlutfallið 95%oktan á móti 5% heptani.(vísindavefur) 95 oktana bensín er ætlað fyrir vélar með þjapphlutfallið í kringum 6:1.[21]

98 Oktan bensín er bensín með lítið blýmagn en er þó kallað blýlaust.[22] Blýmagn er um 90% minna en gamla blýbensínið, til að fá oktan töluna upp í 98 þarf að bæta blýi í bensínið. 98 oktana bensín er ætlað fyrir vélar með þjapphlufallið 10:1 eða hærra. [23]

V-power er bensíns sem hefur oktan töluna 99 sem er hæsta gefin oktan tala sem í boði er á blýlausu bensíni á íslenskum markaði. Bensínið kemur frá olíu framleiðandanum Shell og er þróað eftir uppskrift FMT „Friction Modification Technology“, en það er sama og Ferrari liðið notaði í Formúlu 1 á keppnistímabilinu 2007. V-power er þróað til að draga úr núningi viðkæmra vélarhluta með yfirborðsþekjandi efni, ásamt því að hafa aukna hreinsunargetu til að halda sogkerfi hreinu og viðhalda vélum betur.[24]

Stöðugleiki og hvarfgirni[breyta | breyta frumkóða]

Bensín er stöðugt við tilætlaða notkun og réttar geymsluaðstæður, sé loftræstingu ábótavant geta gufur af efninu myndað sprengifima blöndu í lofti, varast skal skal snertingu við hitagjafa og beint sólarljós. Einnig skal varast að efnið komist í samband við sterka oxunarmiðla til dæmis bleikiefni. Við bruna myndast kolmónoxíð (CO), koldíoxíð (CO2), reykur og sót.[25]

Varúðarmerkingar bensín íláta.

Flutningur

Vegflutningar ADR:
Flokkur: 3 (F1) Eldfimir vökvar
UN-númer: 1203
Hættuflokkur: 3
Hættunúmer: 33
Pökkunarflokkur: II
Lýsing á innihaldi: ELDFIMIR VÖKVAR
Sjóflutningar IMO/IMDG:
Flokkur: 3
UN-númer: 1203
Merking: 3
Pökkunarflokkur: II
EMS-númer: F-E, S-E
Mengar haf: Já
Proper ship name: FLAMMABLE LIQUID
Flugfrakt ICAO/IATA:
Flokkur: 3
UN-númer: 1203
Merking: 3
Pökkunarflokkur: II [26]

Meðhöndlun og geymsla[breyta | breyta frumkóða]

Tryggja góða loftræstingu í geymslu, fylgja notkunnarleiðbeiningum séu þær til staðar. Forðast skal innöndun og alla snertingu efnisins við augu og húð. Fjarlægja skal fatnað sem kemst í snertingu við efnið. Viðhafa skal góðar venjur og hreinlæti við meðhöndlun efnisins. [27]

Halda skal bensíni frá íkveikjuvöldum einsog reikingum. Stöðurafmagn getur myndast og valdið íkveikju, gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir myndun og jarðtengja öll rafmagnstæki sem eru í eða við geymslur. Hellist ekki niður í niðurföll, sjó eða vötn. Ganga skal úr skugga um að umbúðir séu vel lokaðar, á þurrum, svölum og vel loftræstum stað helst í eldheldu rými.[28]

Vistfærðilegar upplýsingar[breyta | breyta frumkóða]

Bensín er flokkað sem hættulegt umhverfinu og getur eitrað fyrir vatnalífverum og haft skaðleg langtímaáhrif á lífríki í vatni. Efnið leysist að hluta í vatni, gufar hratt upp úr vatni og jarðvegsyfirborði. Efnið brotnar að mestu hratt niður og ólíklegt er talið að það safnist upp í lífverum. Jarðolíuefni eyðileggja einangrunareiginleika í feldi og fiðri dýra. Sjávarfuglar og spendýr geta frosið í hel berist efnið í unmhverfi þeirra. Bensín myndar filmu á vatnsyfirborði sem getur skaðað vatnalífverur og hindrað súrefnisflutning á milli loft/vatnsfasa. Við bruna efnisins losna gróðurhúsalofttegundir.[29]

Eiturefnafræðilegar upplýsingar[breyta | breyta frumkóða]

Innöndun: Bensín telst varasamt fólki, tíð og langvarandi innöndun getur valdið varanlegum skaða. Gufur geta valdið sljóleika og svima. Innöndun svifúða/gufu í miklum styrk getur valdið ertingu í lungum og öndunarvegi. Einkenni eru höfuðverkur, ógleði, þreyta og svimi.

Snerting: Komist efnið í snertingu við augu getur valdið ertingu og sviða. Hætta er á alvarlegum heilsuskaða ef efnið er í langvarandi snertingu við húð. Við tíða eða endurtekna snertingu getur efnið valdið þurri og/eða sprunginni húð. Efnið affitar húð og getur sogast upp í gegnum húð.

Inntaka: Hætta er á alvarlegum heilsuskaða ef efnið er tekið inn, það getur borist um öndunnarveg í lungu og valdið skaða. Efnið getur valdið uppköstum og magaverk auk annarra einkenna sem fram koma við innöndun. Hætta er á kemískri lungnabólgu við inntöku eða uppköst á efninu.

Langtímaáhrif: Bensín getur hugsanlega valdið krabbameini og stökkbreytingum. Tíð og langvarandi snerting getur valdið varanlegum skemmdum á lifur, nýrum(þrálát leysiefnaeitrun), lungum, taugum, erfðaefni og heila. Einnig getur það haft neikvæð áhrif á frjósemi.[30]

Eitrun[breyta | breyta frumkóða]

Verði eitrunar vart af völdum bensíns skal við:

Innöndun tryggja ferskt loft, halda hita á viðkomandi og láta hann hvílast. Verði frekar óþæginda eða meðvitundarleysis vart skal leita læknis, leggja viðkomandi í læsta hliðarlegu en ekki reyna að koma nokkru ofan í viðkomandi sé hann meðvitundarlaus.

Snertingu í augu skal fjarlægja linsur eigi það við, skola strax með miklu af vatni eða augnskoli í að minnsta kosti 15 mínútur og halda auganu vel opnu á meðan. Hafa skal samband við læknir ef erting er viðvarandi.

Snertingu við húð skal þvo efnið vel af með milku vatni, fjarlægja strax fatnað sem komist hefur í snertingu við efnið. Þvo skal svo með sápu og miklu af vatni. Rakakrem notist á þurra húð. Verði ertingar vart t.d. roða í húð skal leita til læknis.

Inntöku gefa viðkomandi 1-2 glös af vatni að drekka sé hann með fullri meðvitund. Ekki framkalla uppköst og hafa skal samband strax við lækni.[31]

Notkun og verðlag[breyta | breyta frumkóða]

Á níunda áratug síðustu aldar jókst bensínnotkun verulega samhliða fjölgun bifreiða en sú þróun hefur haldið hægar áfram eftir aldamótin. Frá aldamótum og fram til 2008 hafði bensínnotkun aukist að meðaltali um 1,5% á ári og bensínbifreiðum fjölgað um 3,3% að meðaltali á ári á Íslandi. Notkun bensíns á hvern bíl hefur aldrei verið jafn lítil og árið 2007 á íslandi en þá var hún 879 kg/bíl en hún fór hæst í 1.160 kg/bíl árið 1994. Bensín er um einn fjórði af olíunotkun innanlands og var um 90 þúsund tonn árið 1983 en var orðin um 160 þúsund tonn árið 2007.[32]

Verð á bensíni er síbreytilegt eftir mörkuðum erlendis en hægt er að fylgjast með bensínverði á Íslandi hverju sinni hjá tíu ódýrustu stöðvunum á http://www.gsmbensín.is.

Bensínkreppa[breyta | breyta frumkóða]

Bensín kreppan í BNA um aldamótin 2000 birtist skyndilega þegar bensín verð hækkaði um og yfir 65% á sumum stöðum. Almenningur hélt því fram að hækkunin væri einungis græðgi olíu fyrirtækjanna. Niðurstöður úr eftirfarandi rannsóknum á því voru ófullnægjandi til að styðja það.

Skorturinn þróaðist úf frá nokkrum samtvinnandi ástæðum. Fjöldi hreinsunnarstöðva hafði farið minnkandi vegna þess að hagnaður af framleiðslunni var fór minnkandi uppúr 1990. Árið 1981 var fjöldi hreinsunnarstöðva 324, en höfðu fækkað niður í 158 um aldamótin 2000. Færri hreinsunnarstöðvar þýðir svo meiri samdráttur, og einsog í mörgum iðnaði, og fleiri samrunar leiða svo til stærri samsteypana og ennfremur áframhaldandi lokanna hreinsistöðva. Framleiðsla hreinsistöðvanna er fjölbreytt og framleiða alla flokka af vörum, ss ef það er mikil eftirspurn eftir hitunnar olíu, er framleiðslan á henni aukin og fremleiðsla á bensíni minnkuð á móti. Veturnir 2000 og 2001 voru tiltölulega kaldari en áratuginn á undan. Það og fækkun hreinsistöðva leiddi svo til þess að hreinsistöðvarnar voru í gangi stanslaust og viðhaldi var frestað eins mikið og mögulegt var. Þegar upp komu bilanir þurfti að stoppa vinnsluna lengi til að sinna viðhaldinu.

Auk þess komu þar inn mengunnartakmarkannir, sem urðu til þess að mismunandi gerðir af bensíni þurftu að fara á sérmarkaði. Fleiri gerðir af bensíni framleiddar, heimta flóknari hreinsun og dreifingu. Allt þetta varð til þess að minni birgðir af bensíni voru til en, framleiðslan og dreifing var dýrari en eftirspurn eftir olíu til húshitunnar og bensíni jókst. Þessir þættir hrærast svo saman og enda með hækkandi bensínverði.[33]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Aubrect(2006): 93.
 2. http://www.n1.is/media/eldsneyti/Bensin_95_og_98_Oktan.pdf:4.
 3. http://www.n1.is/media/eldsneyti/Bensin_95_og_98_Oktan.pdf:4.
 4. http://www.n1.is/media/eldsneyti/Bensin_95_og_98_Oktan.pdf:4.
 5. http://www.n1.is/media/eldsneyti/Bensin_95_og_98_Oktan.pdf:4.
 6. http://www.n1.is/media/eldsneyti/Bensin_95_og_98_Oktan.pdf:4.
 7. http://www.n1.is/media/eldsneyti/Bensin_95_og_98_Oktan.pdf:4.
 8. http://www.n1.is/media/eldsneyti/Bensin_95_og_98_Oktan.pdf:4.
 9. http://www.n1.is/media/eldsneyti/Bensin_95_og_98_Oktan.pdf:4.
 10. http://www.n1.is/media/eldsneyti/Bensin_95_og_98_Oktan.pdf:4.
 11. http://www.n1.is/media/eldsneyti/Bensin_95_og_98_Oktan.pdf:4.
 12. http://www.n1.is/media/eldsneyti/Bensin_95_og_98_Oktan.pdf:4.
 13. Aubrect(2006): 217-218.
 14. Aubrect(2006): 217-218.
 15. Aubrect(2006): 217-218.
 16. Aubrect(2006): 217-218.
 17. http://www.iea.org/textbase/nppdf/free/2004/statistics_manual.pdf
 18. http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=2173
 19. ://www.nato.int/docu/logi-en/1997/lo-15a.htm
 20. ://www.nato.int/docu/logi-en/1997/lo-15a.htm
 21. http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=2036
 22. ://www.nato.int/docu/logi-en/1997/lo-15a.htm
 23. http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=2036
 24. http://www.skeljungur.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=944
 25. http://www.n1.is/media/eldsneyti/Bensin_95_og_98_Oktan.pdf:4.
 26. http://www.n1.is/media/eldsneyti/Bensin_95_og_98_Oktan.pdf:5.
 27. http://www.n1.is/media/eldsneyti/Bensin_95_og_98_Oktan.pdf:3.
 28. http://www.n1.is/media/eldsneyti/Bensin_95_og_98_Oktan.pdf:3.
 29. http://www.n1.is/media/eldsneyti/Bensin_95_og_98_Oktan.pdf:5.
 30. http://www.n1.is/media/eldsneyti/Bensin_95_og_98_Oktan.pdf:4.
 31. http://www.n1.is/media/eldsneyti/Bensin_95_og_98_Oktan.pdf:4.
 32. http://www.os.is/Apps/WebObjects/Orkustofnun.woa/swdocument/32826/Eldsneytissp%C3%A1+2008-2050.pdf
 33. Aubrect(2006): 228.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]