Ob

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fljótið Ob við rætur í Barnaulu í Altajfjöllum í suðurhluta Rússlands

Ob (rússneska: Обь (Obʹ)) er fljót í Rússneska sambandsríkinu, nánar tiltekið í Vestur Síberíu. Eitt mesta vatnsfall jarðar; 3,650 kílómetrar að lengd, vatnasvið er 2,99 milljónir ferkílómetra. Upptökin eru í Altajfjöllum, rennur norður og norðvestur um Síberíu og fellur í Obflóa. Fljótið er ísi lagt 5-6 mánuði á ári en annars mikilvæg siglingarleið. Mest þverá Ob er Írtysh. Samanlögð leið þeirra er 5,567 kílómetrar. Þannig mælt er fljótið það fjórða lengsta í heimi.

Efsti hluti Ob rennur í norðvestur í Altajfjöllum, síðan í norðaustur framhjá borgunum Barnaul og Novosibirsk og sameinast ánni Tom.

Kort af Ob fljóti sem er eitt mesta vatnsfall jarðar. Samanlögð Ob og þverár hennar Írtysh er 5,567 kílómetrar.

Um miðbikið streymir Ob til norðvesturs um mýrarskóga Síberíu og þar falla í það árnar Chulym, Ket, og Írtysh. Við áramót Ob og Írtysh er 78 metra há stífla og uppistöðulón nýtt til árveitu. Mikil vatnsorkuver eru í Ob fljóti.

Neðst greinist fljótið í tvær kvíslar, Stóra-Ob og Litla-Ob og rennur þá norður og austur út í Obflóa, sem gengur suður úr Norður-Íshafinu. Flóinn er um 800 kílómetra langur en ekki nema um 60 kílómetrar á breidd. Breidd fljótsins eykst eftir því sem neðar dregur og nálægt ósum er það um 40 kílómetra breitt.

Dalurinn, sem miðhluti fljótsins rennur eftir, fer á kaf í flóðum á hverju ári, vegna þess að leysingar eru fyrr á ferð suður í Altaifjöllum en þar, 200 kílómetrum norðar.

Fljótið leggur að mestu í 5 til 6 mánuði á hverju ári, en þrátt fyrir það er það mikilvæg samgönguæð.

Helstu hafnarborgir við fljótið eru Novosibirsk, Barnaul, Kamen-na-Obi og Mogochin. Stórt vatnsorkuver er í Novosibirsk. Mestu olíu- og gaslindir Rússlands eru meðfram miðhluta fljótsins.

Mikil mengun neðst í fljótinu hefur gjöreytt stórum fiskistofnum, sem áður voru veiddir þar í miklum mæli.


Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Ob“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 2. mars 2019.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]