Reddit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Reddit er bandarískur samfélagsmiðill og jafnframt umræðu og fréttavefur. Skráðir notendur geta sett inn efni af margvíslegum toga, þar á meðal tengla fyrir aðra til að kjósa upp eða niður. Atkvæðin ráða svo staðsetningu þess á síðunni. Efnið með flest atkvæðin er sýnt efst. Innlegg eru flokkuð í undirflokka, svokölluð subreddit. Til dæmis eru subreddit sem snúast um umræðuefni eins og fréttir, vísindi, tölvuleiki, kvikmyndir, bækur, mat, heilsu og ljósmyndir.[1]

Frá 2017 heimsækja um það bil 542 milljón manns Reddit á hverjum mánuði og gerir það síðuna fjórðu vinsælustu í Bandaríkjunum, og níundu vinsælustu á heimsvísu.[2] Árið 2015 voru gestir vefsins 82,54 milljarðar, innlegg 73,14 milljónir, athugasemdir 725,85 milljónir og uppatkvæði 6,89 milljarðar.[3]

Reddit var stofnað af félögunum Steve Huffman og Alexis Ohanian árið 2005. Condé Nast Publications keypti síðuna í október 2006. Reddit varð dótturfyrirtæki Advance Publications, en það er móðurfyrirtæki Condé Nast, í september 2011. Frá ágúst 2012 hefur Reddit starfað sem sjálfstætt fyrirtæki, en Advance er enn stærsti hluthafi þess.[4] Höfuðstöðvar Reddit eru staðsettar í San Francisco, Kaliforníu. Í október 2014 safnaði Reddit $50 milljónum í fjármögnunarferli undir forystu Sam Altman. Á meðal fjárfesta voru Marc Andreessen, Peter Thiel, Ron Conway, Snoop Dogg, og Jared Leto.[5] Eftir fjárfestingu þeirra var fyrirtækið metið á $500 milljónir.[6][7] Í júlí 2017 safnaði Reddit öðrum $200 milljónum frá fjárfestum; fór þá mat fyrirtækisins í $1,8 milljarða.[8]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ohlheiser, Abby. „Reddit will limit the reach of a pro-Trump board and crack down on its 'most toxic users'. Washington Post. Sótt 1 December 2016.
  2. „Reddit.com Site Info“. Alexa Internet. Afrit af upprunalegu geymt þann júní 14, 2016. Sótt April 17, 2017.
  3. „Reddit in 2015“. Reddit. December 30, 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann janúar 8, 2016. Sótt January 9, 2016.
  4. „myth: Condé Nast owns Reddit“. Reddit. August 6, 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann mars 8, 2014. Sótt September 22, 2013.
  5. Alden, William (October 1, 2014). „With Reddit Deal, Snoop Dogg Moonlights as a Tech Investor“. The New York Times. The New York Times Company. Sótt October 25, 2014.
  6. Cheredar, Tom (September 8, 2014). „Reddit reportedly raising $50M at a $500M valuation“. Sótt May 15, 2015.
  7. Kafka, Peter; Swisher, Kara (September 7, 2014). „Reddit Raising a Big Round, and Some Y Combinator Players Are in the Mix“. Sótt May 15, 2015.
  8. Wagner, Kurt (31. júlí 2017). „Reddit raised $200 million in funding and is now valued at $1.8 billion“. Recode. Sótt 5. ágúst 2017.