Fara í innihald

Notandi:Anitamaney/sandkassi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kóngakrabbi (Paralithodes brevipes)

[breyta | breyta frumkóða]
Kóngakrabbi/Paralithodes Brevipes

Dýrafylkingar heimsins eru um 30 og finnst flestar þeirra eingöngu í sjó. Dýr sem eru ekki með beinagrind eru kölluð hryggleysingjar og þar á meðal krabbar. Liðfætlingar (arthropoda) er langstærsta dýrafylkingin. Stóru krabbadýrin eru flest í ættbálki tífótakrabba (decapoda), þau eiga það sameigilegt að vera með fimm fótapör. Þetta eru þróuðustu og stærstu krabbadýrin.[1]

Paralithodes Brevips er Kóngakrabba-tegund sem er flokkuð blá, hún er sjaldgæfasta kóngakrabba tegundin í Alaska. Bláir kóngakrabbar velja dýpri svæði þar sem möl og berg finnast meðan Rauðir Kóngakrabbar kjósa grunn svæði þar sem er mold eða sandur. Rauðir og bláir kóngakrabbar eru talin vera ein af mikilvægustu fiskveiðitegund í Alaska. Búsvæðið er meginþátturinn sem skilgreinir munin á bláa- og rauða kóngakrabba í Berningshafi.[2]

Þessi tegund er líka kölluð Brown king crabeða Hanasaki Crab. Hanasaki nafnið kemur frá Japan þar sem oddhvassir krabbar eru þekktir sem ''hanasaki-gani'' og fá það vegna afla þeirra í höfn Hanaski.[3]

Kóngakrabbar er krabbadýrstegund sem finnst aðalega í köldum sjó, þeir eru mikið veiddir og vinsælir í matagerð vegna þess að þeir eru stórir og bragðgóðir.[2]

Anitamaney/sandkassi
Paralithodes brevipes
Paralithodes brevipes
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki Animalia
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Krabbadýr (Crustacea)
Flokkur: Stórkrabbar (Malacostraca)
Undirflokkur: (Pleocyemata)
Ættbálkur: Skjaldkrabbar (Decapoda)
Innættbálkur: (Brachyura)
Tvínefni
Paralithodes brevipes

Útlit liðfætlingar einkennist þannig að hann er liðskiptur líkami og útlimir og ytri skel. Þetta er undirstaða velgengi þeirra. Ytri skelin verndar þau og virkar sem festa fyrir vöðva, liðfætlingar eru þar að meðal mjög virkir.[1]

Kóngakrabbi (Paralithodes brevipes) er talin vera miðlungs að stærð miðað við aðrar krabba tegundir. Tegundin er í kringum 100-135mm á breidd og getur farið uppí allt að 157mm á breidd.[4]Hann er dökk rauður með ljós brúna bletti á afturendanum og fótum svo hafa klærnar þá tilhneigingu að vera ljósari rauður eða appelsínugulur að lit.[3] Auðvelt er að greina þá með útlitinu og auk þess hafa þeir margar aðlaganir sem hjálpa þeim að lifa af í umhverfi sínu. Karlkyns krabbinn er yfirleitt stærri en kvenkyns krabbi en bæði kynin hafa tálkn sem gefur þeim getu til þess að anda undir vatni. Hægri klærin er alltaf stærri en vinstri.[5] Krabbinn skiptir um ham eða býr til nýja skel reglulega og á það til að vera of stór fyrir ytri skelina og þá klofnar hún. Meðan ferlið eða hamið á sér stað getur nýja skelin verið mjúk í nokkurn tíma og er krabbinn viðkvæmari fyrir rándýrum.

Hann finnst í Norður kyrrahafi og við norðurslóðir: Japan, Rússlands, og Alaska[6].

Einnig má finna tegundina við strendur í austur- og vesturhluta Kamchatka, í dýpi minna en 20-25m, nálægt Kuril eyja finnst hann allt að 340m dýpi og í Gizhigin flóa, Kronotsk flóa og Unalaska-eyju til suður Primorye og Hokkiadio- eyja finnst hann í allt að 50m. [4]

Svæði sem tegundin finnst





Algengar fæðuppsprettur eru t.d aðrir krabbar, krossfiskur og smáfiskar. Þeir veiða með klærnum sínum.[3] Þegar kóngakrabbar eru ungir borða þeir örsmá dýr eins og bryozoans, slaked ascidians sem eru svifdýr. Þegar þeir þroskast og verða eldri fara þeir að borða meira og stærri dýr eins og kísilgúr og minni krabba sem lifa á hafsbotninum. Þegar þeir hafa náð 2-4 ára aldri ganga þeir í dýpra vatn og borða fullorðna krabba, orma, krækling, snigla, ígulker og fleirra.[7]

Svifdýr

Mökunar hegðun krabbans er í gegnum lyktarskyn og áþreifanlegar vísbendingar. Það fer fram óbeinn sæðisflutningur þegar karlkyns og kvennkys krabbar makast.[6] Hvernig er hægt að greina karlkyns krabba frá kvenkyns? Það er hægt að greina vegna stærðarmunar. Auk stærðamunar er hægt að greina karla frá konum með flipanum á neðri hlið krabbans, sem er þrýhyrndur hjá körlum og ávöl hjá konum, hann er stærri hjá konum vegna þess að hann er notaður til að bera egg.[8] Kvenkrabbbar þurfa að meðaltali 29 daga til að sleppa lirfum og sleppa að meðaltali um 110.000 lirfum. Lirfustig er áætlað að endast í 2,5 til 4 mánuði og lirfur myndbreytast frá júlí til byrjun september. Kvenkóngakrabbar ná venjulega kynþroska um það bil 5 ára en karlar ári síðar, sex ára. Langlífi er ekki þekkt fyrir tegundina þar sem hún þarf að skipta um ham reglulega þegar

hann eldist.[9]

Þessari tegund hefur fækkað verulega á síðustu áratugum og er ekki lengur skotmark fiskveiðarinnar í atvinnuskyni. En er verið að veiða þessa tegund og er það ennþá löglegt. Krabbinn er veiddur með gildru frekar en öðrum botnveiðafærum eins og trolli. Til eru verndarsvæði tegundarinnar en samt sem áður er stofninn í erfiðleikum.


Heimildaskrá

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 „Islenskur_sjavarutvegur_03_Nytjastofnar.pdf“. Google Docs. Sótt 10. apríl 2021.
  2. 2,0 2,1 „King crab“, Wikipedia (enska), 13. janúar 2021, sótt 25. janúar 2021
  3. 3,0 3,1 3,2 Stevens, Bradley G. (18. mars 2014). King Crabs of the World: Biology and Fisheries Management (enska). CRC Press. ISBN 978-1-4398-5541-6.
  4. 4,0 4,1 „Crabs of Russia, crab Paralithodes brevipes (A. Milne-Edwards & Lucas, 1841) (Decapoda: Anomura: Lithodidae)“. www.crabs.ru. Sótt 25. janúar 2021.
  5. „Fast Facts on the Spiny King Crab“. animals.mom.com (enska). Sótt 25. janúar 2021.
  6. 6,0 6,1 „Paralithodes brevipes, brown king crab : fisheries“. www.sealifebase.se. Sótt 25. janúar 2021.
  7. „What Do Crabs Eat in the Ocean?“. Travel Tips - USA Today (enska). Sótt 10. apríl 2021.
  8. M. S., Resource Administration and Management; B. S., Natural Resources. „What to Know About Red King Crabs“. ThoughtCo (enska). Sótt 10. apríl 2021.
  9. dfg.webmaster@alaska.gov. „Blue King Crab Species Profile, Alaska Department of Fish and Game“. www.adfg.alaska.gov (enska). Sótt 10. apríl 2021.