Fara í innihald

Nkhotakota

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Leirkofar í Nkhotakota

Nkhotakota (áður Kota Kota) er bær á ströndu Malaví-vatns í miðhluta Malaví. Áætlaður íbúafjöldi 2008 var 33.150 manns.

Nkhotakota mótaðist í upphafi af nokkrum þorpum á svæðinu en varð svo verslunarstaður fyrir arabíska þrælasala.[1] Landkönnuðurinn David Livingstone sannfærði leiðtogann Jumbe um að hætta þrælasölu af svæðinu, en fyrirkomulagið er enn í gildi. Sátu þeir undir tré einu og ræddu málin. Hastings Banda, fyrsti forseti landsins, fór með ræðu undir öðru tré í bænum á 7. áratugnum. Það tré er í kaldhæðni kallað „Livingstone-tréð“.[2] Árið 2001 voru mikil flóð í landinu og náðu þau einnig til Nkhotakota. Bærinn varð verst úti af svæðunum í miðhluta landsins.[3]

Landafræði

[breyta | breyta frumkóða]
Á ströndu Malavívatns

Bærinn er í um 472 metra hæð yfir sjávarmáli[4] á ströndu Malavívatns. Hann stendur á malarhrygg og snýr að Nkhotakota-flói sem er úti fyrir ströndinni en hann er afmarkaður af sandrifi.[1]

Næstu bæir eru Makuta, Mbaluko og Mtenje.[4] Auk þess eru um 200 kílómetrar til Lílongve en 378 kílómetrar til Blantyre.[5]

Lýðfræði

[breyta | breyta frumkóða]
Ár Íbúafjöldi[6]
1987 12.163
1998 19.421
2008 33.150

Chichewa er aðaltungumál staðarins.[7] Swahili-nýlenda er einnig í bænum,[8] en einnig eru chewa-mælendur í suðurhluta hans.[9] Tonga-mælendur er að finna í norðurhlutanum.[10]

Íbúar bæjarins veiða í Chia-lóni.[2]

Kirkjurgarðurinn í Nkhotakota
Heilsugæsla
[breyta | breyta frumkóða]

Í Nkhotakota er sjúkrahús[11] sem hefur reynst vel í baráttunni gegn HIV og eyðni. Samtökin Society for Women Against AIDS in Malawi (SWAM) (ísl. Konur gegn eyðni í Malaví) eru með tveggja ára verkefni í bænum.[12]

Fjármálastofnanir
[breyta | breyta frumkóða]

Commercial Bank of Malawi er með útibú við aðalbraut bæjarins sem liggur norður-suður.[2]

Eldsneytisverslun
[breyta | breyta frumkóða]

Í Nkhotakota er bensínstöð frá BP.[2]

Í Nkhotakota er ein af aðal höfnunum við Malavívatn.[13] Nálægasti flugvöllur er í Kasungu[4] Langferðabílar gang til Salima í tvær stundir á dag.[14] Þess að auki aka smárútur til Nkhata Bay.[15]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 „Nkhotakota“. Encyclopaedia Britannica. 2008. Sótt 27. júní 2008.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 Murphy, Alan; Armstrong, Kate; Firestone, Matthew D.; Fitzpatrick, Mary (2007). Lonely Planet Southern Africa: Join the Safari. Lonely Planet. (s. 197)
  3. „More Rains, Renewed Problems“. AllAfrica. 21. mars 2001. Sótt 1. júlí 2008.
  4. 4,0 4,1 4,2 „Maps, Weather, and Airports for Nkhotakota, Malawi“. FallingRain Genomics. Sótt 27. júní 2008.
  5. „Malawi distance table“. Wild Malawi. 2008. Sótt 20. júní 2008.
  6. „Malawi: largest cities and towns and statistics of their population“. World Gazetteer. Sótt 27. júní 2008.
  7. Baldauf, Richard B.; Kaplan, Robert (2004). Language Planning and Policy in Africa: Botswana, Malawi, Mozambique and South Africa. (s. 85)
  8. Baldauf, s. 91.
  9. Baldauf, s. 82.
  10. Baldauf, s. 84.
  11. „Poverty Reduction is Malawi's Priority“. AllAfrica. Sótt 2. júlí 2008.
  12. „SWAM in the Fight Against HIV/Aids“. AllAfrica. 7. maí 2007. Sótt 2. júlí 2008.
  13. „Malawi: Transportation“. Encyclopaedia Britannica. Sótt 27. júní 2008.
  14. Murphy, s. 176.
  15. Murphy, s. 191.