Fara í innihald

Uncharted: Drake's Fortune

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Uncharted: Drake's Fortune er hasarleikur fyrir PlayStation 3 sem kom út 7. desember 2007 og var hannaður af Naughty Dog. Leikurinn fjallar um fjársjóðsleitandann Nathan Drake sem fetar í fótspor forföður síns Sir Francis Drakes að finna Eldorado á ókannaðri eyju í Kyrrahafinu. Nate, ásamt félaga sínum Victor Sullivan og blaðakonunni Elenu Fisher þurfa að keppa við sjóræningja og málaliða í leitinni að fjársjóðnum. Framhaldið Uncharted 2: Among Thieves og kom út 2009 og þriðji leikurinn Uncharted 3: Drake's Deception kom í nóvember 2011. Fjórði leikurinn í leikjasyrpunni kom út á PlayStation 4 þann 10. maí 2016.

Persónur[breyta | breyta frumkóða]

  • Nolan North sem Nathan Drake
  • Emily Rose sem Elena Fisher
  • Richard McGonagle sem Victor Sullivan
  • Simon Templeman sem Gabriel Roman
  • Robin Atkin Downes sem Atoq Navarro
  • James Sie sem Eddy Raja