Uncharted 4: A Thief's End
Uncharted 4: A Thief's End er hasarleikur fyrir PlayStation 4 og er hannaður af Naughty Dog. Leikurinn kom út 10. maí 2016 og fjallar um Nathan Drake sem hefur hætt fjársjóðsleitar lífi sínu en neyðist til að fara í enn eina ferðina þegar bróðir hans Sam kemur skyndilega aftur.
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Fjársjóðsleitandinn Nathan Drake er sestur í helgann stein ástamt eiginkonunni sinni Elenu Fisher. Þau lifa venjulegu lífi; Nate vinnur við að bjarga skipsflökum og Elena sem greinarhöfundur hjá tímariti.
Skyndilega kemur eldri bróðir hans Sam aftur en Nate taldi að hann hefði dáið í fangelsi í Panama fyrir 15 árum síðan. Sam lifði af og slapp úr fangelsi þökk sé eiturlyfjabaróninum Hector Alcazar. Alcazar vill fá týndann sjóræningjafjársjóð sem Sam sagði honum frá og gefur honum þrjá mánuði til að finna hann annars verður Sam drepinn. Nate neyðist til að hjálpa bróður sínum og hefur hann samband við félaga sinn Victor 'Sully' Sullivan til að aðstoða þá og leiðir ævintýrið þá til Madagaskar.
En ríkur ævintýramaður að nafni Rafe Adler er á eftir sama fjársjóði og hefur hann ráðið suður-afríska málaliðaforingjann Nadine Ross og menn hennar til að hjálpa sér. Þá hefst kapphlaup um hvor nær fjársjóðnum fyrst.
Persónur og leikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Nolan North sem Nathan Drake
- Troy Baker sem Sam Drake
- Richard McGonacle sem Victor 'Sully' Sullivan
- Emily Rose sem Elena Fisher
- Warren Kole sem Rafe Adler
- Laura Bailey sem Nadine Ross
- Robin Atkin Downes sem Hector Alcazar
- Britain Dalton sem ungur Nathan Drake
- Chase Austin sem ungur Sam Drake
- Brandon Scott sem Jameson
- Hemky Madera sem Vargas
- Merle Dandrige sem Evelyn
- Alejandro Edda sem Gustavo
- Kaitlyn Dever sem Cassie