Mikhail Tal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Mikhail Tal
Mikhail Tal
Mikhail Tal (1960)
Fædd(ur) Mikhail Nekhemievich Tal
9. nóvember 1936
Riga í Lettlandi
Látin(n) 28. júní 1992
Moskva í Rússlandi
Þekktur fyrir skák
Titill Stórmeistari, Heimsmeistari

Mikhail Tal (rússneska: Михаил Нехемьевич Таль; 9. nóvember 193628. júní 1992) var lettneskur stórmeistari og áttundi heimsmeistarinn í skák.

Tal er einnig þekktur undir nafninu „töframaðurinn frá Riga“ fyrir afar flókinn, taktískan skákstíl og leikfléttur, sem margir líktu við töfrabrögð.

Tal var afar vel liðinn í skákheiminum.[heimild vantar] Til að mynda er minnismót, Tal Memorial, haldið honum til heiðurs á hverju ári í Moskvu, þar sem margir af sterkustu stórmeisturum nútímans taka þátt.

Árið 1960 háði Mikhail Tal, einungis 23 ára gamall, einvígi við þáverandi heimsmeistara, Mikhail Botvinnik. Tal vann einvígið 12.5-8.5 og varð heimsmeistari í skák í kjölfarið, sá yngsti frá upphafi (Garry Kasparov sló þetta met árið 1985 þegar hann vann titilinn 22 ára gamall). Hann hélt titlinum til 1961 en þá tapaði hann honum aftur til Botvinnik.

Heilsa[breyta | breyta frumkóða]

Tal var alla tíð við slæma heilsu og átti í langtímastríði við nýrnasjúkdóm, sem að lokum dróg hann til dauða. Almennt er heilsuástand Tals hafa talið spila inn í slæma frammistöðu hans á móti Botvinnik í einvíginu árið 1961. Ekki bætti svo úr skák að Tal bæði reykti og drakk mikið.

Tal var einnig bæklaður á hægri hönd, þannig að fingur hans voru vafnir og mynduðu tvo stærri fingur (sjá mynd).

Tal, 1961