Microsoft Tablet PC

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Spjaldtölva frá HP.

Microsoft Tablet PC er heiti sem Microsoft bjó til árið 2001 yfir fartölvur með snertiskjá sem samræmdust tilteknum vélbúnaðarstaðli og notuðust við stýrikerfið Windows XP Tablet PC Edition.

Einkenni[breyta | breyta frumkóða]

Tablet PC er með helstu einkenni heimilistölvu en er stjórnað með snertiskjá eða snertipenna að mestu leyti í stað lyklaborðs og tölvumúsar. Auðvelt er að halda á spjaldtölvum og nota þær við aðstæður þar sem óhentugt er að nota fartölvur.

Spjaldtölvur eru til í ýmsum útgáfum, til dæmis með utanáliggjandi lyklaborði sem hægt er að festa á eða með innbyggðri mús. Aðrar eru með snertiskjá og hægt er að skrifa með skjályklaborði, snertipenna eða tengja lyklaborð til að slá texta inn.

Flestar spjaldtölvuskjáir eru um 21–36 cm að stærð svo hægt er að bera tölvuna í höndunum og skrifa á hana eins og skrifblokk.

Hugtakið spjaldtölvur má einnig nota yfir fartölvur með snertiskjá sem bjóða upp á að sleppa lyklaborðsnoktun til dæmis með því að snúa við skjá og leggja ofan á lyklaborðið.

Spjaldtölvur keyra sömu stýrikerfi og venjulegar tölvur en stundum í breyttri útgáfu. Þar má helst nefna Windows XP, Windows XP Tablet Edition, Windows 7 eða Linux. Í þeim er hægt að keyra sama hugbúnað og nota sömu jaðartæki og notuð eru fyrir tölvur. Í því liggur einn helsti munurinn á spjaldtölvum og snjalltöflum.

  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.