Mataræði
Mataræði er allur sá matur sem lífvera neytir. Orðið er einkum notað í tengslum við þær venjubundnu ákvarðanir sem fólk tekur um hvað það borðar. Þótt menn séu alætur þá hafa matarhefðir, trúarbrögð og siðferði mikil áhrif á mataræði fólks. Það mataræði sem fólk kýs sér getur verið hollt eða óhollt út frá því sjónarmiði að einstaklingurinn fái næga næringu; bætiefni, steinefni og eldsneyti, í formi matar. Mataræði er talið hafa umtalsverð áhrif á breytileika langlífi og tíðni vissra sjúkdóma milli ólíkra samfélaga.
Hefðbundið mataræði
[breyta | breyta frumkóða]Hefðbundið mataræði byggist yfirleitt á staðbundinni matvælaframleiðslu, t.d. sjávarfang við sjávarsíðuna og landbúnaðarafurðir til sveita. Í sumum tilvikum eru þær tegundir jurta og dýra sem voru uppistaðan í staðbundnum mat, ekki lengur til þar sem afkastameiri tegundir hafa tekið yfir markaði. Samtök eins og t.d. Slow Food-hreyfingin reyna að vinna gegn þessari þróun og endurheimta eða varðveita staðbundnar tegundir sem eru uppistaðan í hefðbundnu mataræði.
Einstaklingsbundið mataræði
[breyta | breyta frumkóða]Margt fólk takmarkar þann mat sem það borðar af ýmsum ástæðum, svo sem vegna heilsufars, siðferðis, umhverfisáhrifa og annarra þátta sem mataræði hefur áhrif á. Á Vesturlöndum er algengt að fólk taki ákvörðun um að forðast dýraafurðir í einhverjum mæli (sbr. grænmetisfæði, ávaxtafæði o.s.frv.) eða jafnvel halda sig frá tilteknum matreiðsluaðferðum (sbr. hráfæði). Megrunarfæði er sérstakt mataræði sem er hugsað sem liður í þyngdarstjórnun, venjulega í tengslum við aukna hreyfingu.
Tegundir mataræðis
[breyta | breyta frumkóða]Matartegundir | Kjötæta | Alæta | Veganismi | Grænmetisæta | Halal | Kosher | Veiðimenn og safnarar |
---|---|---|---|---|---|---|---|
Grænmeti | |||||||
Alifuglar | |||||||
Fiskar (með flögur) | |||||||
Sjávarréttir (ekki fiskar) | |||||||
Nautakjöt | |||||||
Svínakjöt | |||||||
Mjólkurafurðir |
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Erlendir
- Nordic Nutrition Recommendations 2004. Integrating nutrition and physical activity[óvirkur tengill] Rit frá Norrænu ráðherranefndinni.