Fara í innihald

Mata Hari (lag)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mata Hari var framlag Norðmanna í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1976. Lagið var sungið á ensku og heitir eftir Mata Hari sem var njósnari. Þrátt fyrir nafnið er ekkert sem vísar til þeirrar Mata Hari sem er líklegt að lagið heitir eftir en Mata Hari þýðir líka sól í Malay þótt að það sé líka ekkert sem tengist textanum. En sú Mata Hari sem sagt var frá áðan hefði orðið hundrað ára árið 1976 en hún var fædd 1876. Hún lést árið 1917. Mata Hari fékk 7 stig, 3 frá Hollandi og 4 stig frá Portúgal.

Á þessum tíma var þetta fjórða skiptið sem Noregur lenti í síðasta sæti, en söngkonan Anne Karine Strøm lenti í síðasta sæti líka árið 1974 og hún var fyrsti söngvari eða söngkona til að lenda í síðasta sæti tvisvar.

Þegar að Frakkland var að gefa stig þá gleymdi ritari frönsku dónefndarinnar að gefa 4 stig sem áttu að fara til Júgóslavíu. Þegar að hann gleymdi því þá vissi hann örugglega ekki að þetta myndi breyta sögu Eurovision í nokkur ár löngu eftir keppnina en þegar að Frakkar voru að gefa stig þá var Noregur með 7 stig en Júgóslavía með 6 stig. Og í lok atkvæðagreiðslunar var Júgóslavía í síðasta sæti og Noregur næstsíðastur og sumir segja að mistökin voru aldrei leiðrétt, þá að Júgóslva fengu bara 6 stig en ekki 10 stig. Það þýðir að árið 2004 til 2012 þá hafði Noregur komið 9 sinnum síðastur með Finnlandi og á þessu tímabili þá var Noregur ekki það land sem hefði komið oftast síðast; en árið 2012 þá kom Noregur síðast og þá var það öruggt að Noregur á metið. Hinsvegar þá er alltaf talað um það að Noregur heði fengið 7 stig og Júgóslavía 10 stig.

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.