Masóvía (hérað)
Útlit
Masóvía (pólska województwo mazowieckie) er hérað í Austur-Póllandi. Það var stofnað þann 1. janúar 1999 við sameiningu nokkurra eldri héraða. Stærstu borgirnar í héraðinu eru Varsjá, Radom, Płock, Siedlce og Ostrołęka. Höfuðborg héraðsins, Varsjá, er líka höfuðborg Póllands. Árið 2011 voru íbúar héraðsins 5.492.000 samtals. Flatarmál héraðsins er 35.566 ferkílómetrar.