Manfred von Richthofen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Manfred von Richthofen, rauði baróninn.

Manfred Freiherr von Richthofen (fæddur undir nafninu Manfred Albrecht Freiherr von Richthofen; 2. maí 189221. apríl 1918), einnig þekktur sem „rauði baróninn“ var flugmaður í þýska flughernum í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann er oft talinn besti flugmaður stríðsins en á meðan því stóð voru honum eignaðir áttatíu sigrar í loftbardögum.

Richthofen var upphaflega meðlimur í riddaraliðssveit en færði sig yfir í flugherinn árið 1915 og varð einn fyrsti meðlimurinn í annarri þýsku flugherdeildinni árið 1916. Hann vann sér fljótt inn frægð og frama sem herflugmaður og varð árið 1917 leiðtogi elleftu þýsku flugherdeildarinnar og síðan fyrstu herflugvéladeildarinnar. Sú síðarnefnda varð fljótt betur þekkt sem „sirkusinn fljúgandi“' eða „sirkus Richthofens“ vegna þess hve litríkar flugvélar deildarinnar voru og ef til vill einnig sökum þess hvernig flugvélarnar voru færðar frá einni vígstöð til annarrar – líkt og farandsirkus á lestum sem setti oft upp tjöld á bráðabirgðaflugvöllum. Árið 1918 var Richthofen hylltur sem þjóðhetja í Þýskalandi og var virtur og dáður jafnvel af óvinum sínum. Viðurnefni Richthofens sjálfs var fundið upp af Bandamönnum og stafaði af rauðri herflugvél hans.

Richthofen var skotinn niður og drepinn á flugi nálægt Vaux-sur-Somme þann 21. apríl árið 1918. Mikið hefur verið rætt og deilt um ýmsa þætti í ferli hans, sérstaklega um kringumstæður dauða hans. Hann er enn einn þekktasti herflugmaður allra tíma og hefur birst í fjölmörgum bókum, kvikmyndum og öðrum skáldskap.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]