Malajaeyjar
Útlit
Malajaeyjar eru um 20.000 eyja eyjaklasi á milli meginlandshluta Suðaustur-Asíu og Ástralíu á mörkum Indlandshafs og Kyrrahafs. Nafnið er dregið af malöjum sem töluðu malajamál og stofnuðu nokkur stór sjó- og verslunarveldi á eyjunum frá miðöldum til árnýaldar. Á 17. og 18. öld lögðu Evrópuveldin eyjarnar undir sig og nefndu þær Austur-Indíur. Austur-Indíur er þó líka notað í víðari merkingu yfir alla Suðaustur-Asíu. Jövubúar notuðu áður orðið Nusantara yfir eyjarnar en nú er orðið aðeins notað yfir þær eyjar sem tilheyra Indónesíu.
Helstu eyjar Malajaeyjaklasans eru:
- Indónesía
- Filippseyjar
- Nýja Gínea og nálægar eyjar (þegar hún er talin með)
Stærstu eyjarnar eru Nýja Gínea, Borneó, Súmatra, Súlavesí, Java og Luzon.